MÁNUDAGSMYNDIN

J'ADORETraveling

Stundum eru misheppnaðar ljósmyndir aðeins of fyndnar til þess að eyða, þessi fyrir neðan er einmitt dæmi um slíka mynd. Hún var tekin á Sardiníu í sumar en ég var sem sagt að reyna púlla þessa klassísku ”sveifla hárinu upp úr vatni” megabeib mynd en úrkoman varð því miður eitthvað allt annað.
Þessi hefði sennilega getað fengið hlutverk í Alien VS Predator myndinni, ég er ekki frá því..

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSC

Hársveiflan var alls ekki að gera sig þennan daginn en ég læt fylgja nokkrar aðrar sem heppnuðust örlítið betur. Sundbolinn/kjólinn hef ég birt hér áður en hann er úr H&M -ofsa flottur en varð allur skringilegur þegar hann blotnaði, hefði átt að fatta það miðað við efnið í honum. Sjórinn á Bombarde strönd beint fyrir utan hótelið okkar var dásemdin ein eins og þið sjáið, ég hef bara svei mér þá hvergi séð tærari sjó en á Sardiníu!

..

You know how some bad photos are way too funny to delete.. ”whip my hair in water” gone bad. Gotta throw in some good ones as well but I would really love to visit Sardinia again some day, clearest ocean I’ve ever seen!

PATTRA

ÍTÖLSK DAMA

Inspiration of the dayMy closetTraveling

 Það er rúmlega vika síðan ég kom heim úr ítalska ævintýrinu og ég get sagt það með vissu að Sardinía er algjör paradís. Það gerðist eitt afar ”skemmtilegt” daginn eftir að ég kom heim en ég sat í makindum mínum yfir tölvunni með heitt kaffi við hönd og náði á svo asnalegan hátt að hella yfir Mac-ann minn. JÁ þvílíka stuðið sem það var og panikkið sem kom í kjölfarið. Ég fór að ráðum internetsins og slökkti á tölvunni í nokkra daga en það er sem sagt mælt með 72 klst eða lengur. Blessunarlega lifði hún þetta af en svona líka naumlega, gerir ekkert til þó að hún sé sljó og úrill -ég og tæki!!

SONY DSC

 Keypti nýlega þessa kjóla/blússu í WEEKDAYsem passaði fullkomlega fyrir ferðalagið.

Ég mun svo taka saman nokkra góða punkta frá Sardiníu þó að ferðin hafi nú verið í styttri kanntinum og aðeins brota brot af eyjunni verið könnuð. Það ættu bara helst allir að setja þennan áfangastað á bucket listann sinn, ég get svo svarið það!

..

Got back from Sardinia little over a week ago but had an incident with my Mac-Book(spilled coffee over it, stupid me!!) so I had to turn it off for couple of days but luckily it made it, barely though. What can I say about this paradise island ??! Just GO there.

Recently bought this blouse/dress in WEEKDAY and it was a perfect travel piece. Some more of Sardinia on the way!

PATTRA

HELGARFERÐ TIL..

IMG_9084IMG_9088

 Þá er ofvirki ferðalanginn farinn til Sardíníu yfir helgina, ætti nú að vera farin af stað en sit í staðinn hér og skrifa. Ég og Julia vinkona/nágranni bókuðum spontant núna í vikunni og fengum ferðina á spottprís, maður lifir nú eftir allt saman bara einu sinni! Góða helgi gott fólk og sjáumst aftur á mánudaginn.

..

I’m off to Sardinia with my friend and neighbor, the first time for both of us on this Italian paradise Island! Hope y’all have a wonderful weekend and see you again on sunday.

xx

PATTRA