fbpx

Hotel Workout: Myndband

ÆfingarHeilsa

Ég var í stoppi í Minneapolis á mánudaginn og nýtti tímann í að slaka vel á, sofa út, æfa og að sjálfsögðu versla smá.

Ég reyni alltaf að hreyfa mig í stoppum þar sem mér líður svo vel eftir smá æfingu og finn að ég er hressari og betur stemmd fyrir flugið heim. Það þarf ekki mikið pláss eða tól til þess að taka góða æfingu en í þetta skiptið gerði ég 8 mismunandi æfingar á æfingabolta.

Ég póstaði æfingunum á instastory og fékk góð viðbrögð þannig að ég ákvað að vista æfinguna í heild og deila henni hér með ykkur. Æfingarnar er hægt að gera allar í “hring” eða bæta þeim stökum við ykkar eigið prógram. Ef þið takið þennan hring mæli ég með að gera hann þrisvar í gegn. Ég byrjaði á að hita upp með jöfnu hlaupi í 20 mín (hraði 10 – 12 km/klst) og endaði á góðum teygjum. Það eina sem þú þarft er æfingabolti og góða skapið!

xx

#1 – 10 pör
#2 – 10 pör
#3 – 10 endurtekningar (má sleppa ketilbjöllunum)
#4 – 10 endurtekningar á hvorn fót
#5 – 10 endurtekningar
#6 – 10 endurtekningar á hvorn fót
#7 – 20 endurtekningar
#8 – 30 endurtekningar

 

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=yh4dkwVBBFE&w=560&h=315]

 

xx

Birgitta Líf
instagram/snapchat: birgittalif

Viðeigandi fyrirsögn?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1