fbpx

DRESS: GENG GLÖÐ INN Í HELGINA

DRESS

Sól í hjarta, sól í sinni? Ég geng sérstaklega glöð inn í helgina á þessum fallega og bjarta degi. Gunni gaf mér dagsins dress í jólagjöf, settið er frá Tekla og er ætlað sem náttföt en þið þekkið mig og blæti mitt á nýtingu náttfata. Stígvélin keypti ég í Zöru um leið og ég rakst á þau, það voru önnur frá Gia Couture (sjá hér) sem voru búin að elta mig á samfélagsmiðlum í nokkra mánuði en ég týmdi ómögulega að eyða svo miklu í hvít leður stígvél sem ég svo sannarlega elska núna, en ég veit ekki hversu lengi það endist. Zöru skórnir fást HÉR og ég taldi það mun betri kaup fyrir mig að þessu sinni.

Náttsett: Tekla / Fæst í Norr11?, Stígvél: Zara

Eigið góða helgi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GANNI X LEVI'S

Skrifa Innlegg