fbpx

Annað dress: All Black

Annað DressVero Moda

Suma daga er maður bara í þannig skapi að alklæðnaðurinn verður svartur… Ég átti þannig móment í morgun þegar ég vaknaði eldsnemma til að taka mig til fyrir förðunarfyrirlestur inní Versló. Mig langaði endilega að deila með ykkur dressi dagsins sem kemur svona vel út í fallega vetrarumhverfinu í 104.

black

Skyrta: Vero Moda, já skyrtuóða manneskjan hefur bætt nýrri við í safnið. Þessi er nú svo klassísk að það er ekkert hægt að vera of mikið á móti því. Svo er hún líka á svo góðu verði og var þess vegna valin sem vara vikunnar hjá Vero Moda. Þessa verður auðvelt að dressa, flott við buxur og þá í hlýrabol innanundir, ég gæti líka séð fyrir mér að fara í rúllukragabol innan undir svo væri hægt að vera í undirkjól og skella á hann belti til að móta aðeins lögun hans – já það eru hellings möguleikar og ég er rosalega góð að réttlæta kaup eins og þið getið lesið á skrifum mínum…

Buxur: Seven Coated frá Vero Moda, virkilega fallegar buxur með fallegri glansáferð. Seven er ákveðið snið af buxum frá Vero Moda og er svakalega þægilegt. Þetta eru fyrstu Seven buxurnar mínar og ég er að fýla þær vel, þær sitja vel á líkamanum og áferðin er alveg æðislega flott. Það sem þarf þó að passa með þessar er að taka þær nógu þröngar því þær gefa vel eftir en það gildir svo sem um flestar svona buxur. Þessar klárast alltaf mjög hratt hjá okkur svo ég ákvað nú að ég yrði að fara að prófa þær til að skilja vinsældirnar – ég skildi vinsældirnar um leið og ég fór í buxurnar…!

Skór: Bianco, áttuð þið von á einhverju öðru… ;) Skórnir sjást því miður ekki nógu vel og ég gleymdi að plata Aðalstein til að taka nærmynd… En þetta eru þeir sömu og ég sýndi ykkur HÉR og ég skellti mér að sjálfsögðu í glimmersokka innanundir!

black3

Jakki: Vero Moda, þessi fíni og fallegi PU jakki er búinn að vera stjarnan í fataskápnum mínum síðan í september! Hann er svo fallegur og snilld að klæðast yfir svona léttar skyrtur en hann er nú ekki hlýr en samt alveg þannig að ég get nú verið svona útí búð að vinna í honum og svo hendi ég mér bara í úlpu yfir eða pels þegar ég fer út. Hann er nefninlega það þunnur að það er ekkert mál. En ég fæ mikið af spurningum um jakkann og hann er nú kominn aftur inní Vero Moda og það er enn eitthvað til af honum :) Jakkann sjáið þið líka HÉR.

Hálsmen: Petit, þetta dásamlega fallega hálsmen er ég með á hverjum degi, þetta hálsmen er með tveimur T-um á sem stendur að sjálfsögðu fyrir Tinni og Tumi. Synir mínir gáfu mér það í jólagjöf og mér þykir svo óendanlega vænt um það og gaman að eiga svona klassískt hálsmen sem gengur við allt sem er manni svona kært. Sérstaklega þegar maður er eins og ég sem þoli ekki að vera með of mikið glingur á mér.

Screen Shot 2016-02-03 at 3.13.19 PM

Í morgun fékk ég að farða þessa fallegu snót með vörum frá Maybelline og Real Techniques burstunum. Eins og þið kannist kannski við þá fer ég inní Verzlunarskóla Íslands á hverju ári og er með smá förðunarsýnikennslu. Í ár var engin undantekning og hátt í 300 stelpur sóttu fyrirlesturinn ef svo má kalla. Svo í lokinn gladdi ég nokkrar heppnar með glaðning og restina með góðum díl á spennandi vörum. Alveg svakalega skemmtilegt!

Myndin hér að ofan birtist inná Instagrami Vero Moda á Íslandi í morgun en ég sé um aðganginn þessa dagana og deili þar myndum úr lífi og starfi og að sjálfsögðu fullt af dressmyndum. Endilega fylgist með á @veromodaiceland.

black2

Í morgun þegar ég var að fara út þá var ég með smá samviskubit yfir því hvað ég var eitthvað dökkklædd en svo ákvað ég bara að hrista það af mér. Stundum þarf maður ekkert að vera litaglaður – svartur alklæðnaður er bara ansi töffaralegur í þessu veðri ;)

Erna Hrund

CK2 nýtt ilmvatn frá trendmerkinu mikla!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1