fbpx

Sjö hlutir á sunnudegi

BiancoDiorFylgihlutirMACNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Hlutirnir sem ég skrifa hér um fékk ég ýmist sem gjöf eða keypti sjálf. Allt sem ég skrifa kemur frá mér sjálfri og er skrifað af einlægni og hreinskilni.

Hvað gerir maður á sunnudögum… Jú maður stillir upp hlutum og tekur mynd af þeim með dásamlega fallegu hringljósi – já mí kæru það verður allt fallegra með hringljósi – meirað segja ég!

En mér finnst einhvern vegin alltaf svo gaman að stilla upp fallegum hlutum og reyna að festa fallegar myndir af þeim á vélina. Ég er svona Instagram/Pinterest perri sem elskar að safna fallegum myndum af hlutum sem ég verð að reyna að ná að gera sjálf því mér finnst fátt skemmtilegra en að birta fallegar myndir hér á síðunni.

En svona ef þið voruð ekki búin að ná því þá eru myndirnar hér fyrir neðan uppstilltar – mjög uppstilltar ;)

sjosunn

Mig langaði að sameina á mynd hluti sem ég hef verið að nota undanfarið, hluti sem eru nýjir og ég ætla mér að nota á næstu dögum. Sjö hlutir á sunnudegi var líka bara svo flott upphaf á þessari færslu :)

Bambus úr Blómaval: þessi fallega bambusstöng hefur einkennt heimilið mitt frá því í nóvember. Upphaflega var hún keypt til að skreyta myndefni fyrir síðasta Reykjavík Makeup Journal á mynd með ilminum Bamboo frá Gucci. Síðan þá hefur stöngin fengið að vera inní elshúsglugga. Lífsseigara blóm hef ég aldrei vitað – það þarf ekkert að gera fyrir stöngina sem mér finnst svo falleg á litinn – tja nema skipta um vatn.

sjosunn3

Poison Girl frá Dior: Nýjasti ilmurinn í safninu er ný og spennandi útgáfa af Poison ilminum sem er ætlaður yngstu aðdáendum merkisins. Hypnotic Poison er einn af þekktustu ilmvötnum í heiminum og er idoliseraður af konum um allan heim. Poison Girl er glæsileg útgáfa af þessum tímalausa ilm, flaskan er sú sama, liturinn er nýr ásamt ilminum. Appelsína, rósir og tonka baun eru tónarnir sem eru mest áberandi í ilminum. Hann er dáldið súr svona við fyrsta þef en það er auðvitað appelsínan sem finnst fyrst þar sem hún er í topp ilmsins. Svo um leið og ilmurinn er búinn að fá að sitja á húðinni og jafna sig þá kemur þessi dásamlegi rósailmur í gegn í bland við Tonka baunina, vanillu og sandelvið sem er í grunninum. Grunnur ilmsins finnst mér alveg sérstaklega góður. Ilmurinn finnst mér mjög spennandi og nýmóðins og alveg í anda Dior! Nú er komið að því að heilla nýja kynslóð af þessu fallega merki og Poison Girl gerir það svo sannarlega.

Úr frá Daniel Weelington: Ég er alveg dolfallin fyrir þessu fallega úri sem ég hef að sjálfsögðu sýnt ykkur áður. Án þess að hljóma eins og biluð plata þá minni ég á afsláttarkóðann – reykjavik-fashion – sem gefur ykkur 15% afslátt af úrum á síðunni danielwellington.com. Ég er svo kát með mitt – fylgihlutur sem fullkomnar öll dress!

sjosunn6

Ellie Goulding vörur frá MAC: Ég er ekki búin að fá það staðfest hvort línan fari í sölu á Íslandi en ég fékk þó tvö sýnishorn af vörum úr þessari fallegu línu! Ég er auðvitað dolfallin af þessari fegurð ég bara elska Ellie Goulding og þegar hún mætir MAC – þá gerast töfrar!! Ég vona svo sannarlega að línan komi til landsins því ég þrái fleiri vörur úr línunni eins og Cream Color Base palletturnar og púðrið :D

Bleuette naglalakk úr vorlínu Dior: Ég setti þetta fallega lakk upp fyrir helgi, það færir mér svo sannarlega vorlegar neglur. Ég rifjaði það upp að fyrir tveim árum kom svona fallegt pastelblátt lakk í vorlúkkinu frá Dior það var þó mun blárra en þetta er með kaldari bláum lit og ljósara. Neglurnar verða sjúklega flottar og skemmtilegar – meira um það seinna.

sjosunn2

Ökklastígvél frá Bianco: Það skal þó engan furða að það hafi bæst nýir Bianco skór í ört stækkandi safnið nú fyrir helgi! Þessum er ég búin að klæðast hérna heima þar sem veðrið hefur kannski ekki boðið uppá svona skó og ég hef ekkert farið út um helgina… ;) Þá eru góð ráð dýr og maður reddar sér með því að dressa sig upp hér heima við! Mér finnst þessi svo falleg, þetta er leðurlíki en virkilega fallegt og af því eru þeir á mjög góðu verði eða 13.990kr. Ég elska sylgju detailið á hliðinni og litla gatið sem myndast þar. Ég sé fyrir mér að vera í fallegum sokkum innan undir eins og glimmersokkum sem munu gægjast útum þetta gat – er það ekki skothelt!

sjosunn7

Dásamlegir skór ekki satt… – held ég muni eiga voða gaman af því að skreyta þetta gat – klæðast skemmtilegum sokkum og sokkabuxum!

Mínir sjö hlutir á sunnudegi – vona að þið hafið haft gaman af. Njótið dagsins.

Erna Hrund

p.s. á morgun (mánudag) ætla ég að taka yfir Instagramið okkar í Vero Moda – endilega fylgist með á @veromodaiceland

Ný í fataskápnum

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Linnea

    31. January 2016

    need this shoes !!