fbpx

Ný í fataskápnum

Annað DressNýtt í Fataskápnum

Í vinnunni í gær var mér litið yfir í Selected og sá þar glitta í alveg dásamlega fallega peysu sem fangaði athygli mína samstundis. Ég mátaði og ég keypti – hugsaði mig ekki tvisvar um!

Eitt af heitum ársins er að hætta að kaupa flíkur bara til að kaupa þær – það er sérstaklega erfitt þegar maður vinnur í fataverslun en ég sá það þegar ég fór vel yfir fataskápinn minn um daginn að ég er ágætlega vel sett þegar kemur að flíkum. Svo nú ætla ég aðeins betur að hugsa hvort ég eigi mögulega nokkuð svipað nú þegar áður en ég kaupi – sbr. þessar tæplega 50 skyrtur sem ég á inní skáp ;)

En peysan fallega er ólík öllu öðru sem ég á og þriðja flíkin sem ég kaupi á nýju ári – ágætlega góður árangur finnst mér, ég vinn í fatabúð og freistingar allt um kring svo ég er sátt þó einhverjir eflaust hristi hausinn… ;)

peysaselected peysaselected2 peysaselected3

Fyrir áhugasamar þá kostar peysan 19.590kr. Hún er virkilega falleg og hlý og mun sóma sér vel í fataskápnum. Svo gott að eiga eina svona til að henda yfir sig í vinnunni yfir einfalt dress.

Virkilega ánægð með þessi kaup!

Erna Hrund

Bobbi Brown glaðningur fyrir þig?

Skrifa Innlegg