fbpx

CK2 nýtt ilmvatn frá trendmerkinu mikla!

IlmirNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Ilmvatnið sem ég skrifa hér um fékk ég sem gjöf. Færslan er ekki kostuð á neinn hátt og unnin af mínu eigin frumkvæði og allur texti er skrifaður af mér.

Það eru fá merki sem áttu jafn sterkt come back á síðasta ári eins og Calvin Klein. Það er greinilegt að merkið ákvað að fókusera á að ná til sín yngri hóp og það tókst svo sannarlega – held við getum alveg verið sammála um það. Ég sjálf heillaðist af merkinu og geng oftar en ekki með dásamlega fallega Calvin Klein tösku sem tekur allt vinnudótið mitt og meira til.

CK One er ilmur sem kom fyrst á markaðinn árið 1994, hugmyndin var að hanna ilmvatn sem myndi henta bæði körlum og konum. Síðan þá hefur CK One línan stækkað jafnt og þétt og orðið eitt af sterkustu bröndum í ilmvatnsheiminum. Þegar Calvin Klein kom hér sjálfur til að halda fyrirlestur á Hönnunarmars þá sagði hann frá því að hann notaði sjálfur upphaflega CK One ilminn.

En nú er komið a nýrri kynslóð – má ég kynna fyrir ykkur CK2!

ckii2

CK2 er líka unisex ilmur. Í gegnum tíðina hefur mér þótt CK One þá sérstaklega sumarútgáfurnar sem hafa komið síðustu ár meira fyrir karlmenn. Þeir hafa verið með svo sterkum spicy grunntónum að þeir hafa alla vega ekki hentað mér á meðan ég veit að konur sem vilja spicy ilmi hafa heillast af þeim. CK2 er ilmur sem ég nota og er búin að vera að nota, ég fékk litla prufu fyrir nokkrum vikum síðan og kláraði hana mjög hratt – vægast sagt.

Ilmurinn er mjög frískandi, hann er léttur og áferðafallegur og fellur vel við húðina. Ilminum er best líst sem viðarkenndum og mjúkum ilm sem er samt á sama tíma mjög frísklegur.

Toppnótur:
Wasabi, fjólulauf og mandarína.

Hjartað:
Rós, Orris rót og steinvölur

Grunnnótur:
Vetiver, reykelsi og sandelviður

ckii

Svo er það þetta glas, ég hef bara sjaldan séð jafn nýstárlegt glas, en það er hægt að setja ilminn svon á hvolf og það er líka hægt að láta glasið snúa hinssegin en þá hvílir ávali hluturinn í botninum. Glasið og ilmurinn sjálfur er glær til að leyfa honum að njóta sín sem mest. Glasið er líka hannað með það í huga að það sé minimalískt og tóni vel með ilminum og hugsuninni á bakvið ilminn sjálfan.

Ilmvatnið hefur nú þegar vakið athygli um heim allan og hér fyrir ofan sjáið þið nokkrar af þeim myndum sem eru nú merktar undir #ck2 inná Instagram. Ég þarf að drífa mig að bæta minni mynd við!

Ilmvatnið er fáanlegar frá og með deginum í dag og nú stendur yfir sérstök kynning á honum í Hagkaup Smáralind og Kringlu og en þar fylgir glæsilegur kaupauki með hverju keyptu glasi. Ég hvet ykkur endilega til að skoða þennan fallega ilm, hann er svo sannarlega glæsilegur í útliti, ilmurinn sjálfur er góður og hér er kominn unisex ilmur sem er að mínu skapi frá einu heitasta trendvörumerki í heiminum í dag.

CK One var trendilmur 10. áratugarins ætli þessi muni koma jafn sterkur inn fyrir þennan áratug…?

Erna Hrund

Sjö hlutir á sunnudegi

Skrifa Innlegg