fbpx

ÓSKALISTINN: GORDJÖSS & SVART HOLLUSTU STELL

HönnunÓskalistinn

Það er reyndar orðið dálítið langt síðan að þessar elskur bættust á óskalistann minn langa en það er eitthvað ótrúlega heillandi við svart stell. Þegar ég var að leita af nokkrum myndum í færsluna endaði ég alveg óvart með nokkrar myndir af hönnuðinum sjálfum honum Christian Bitz en agalega er hann myndarlegur maðurinn! Hann er reyndar sjónvarpsstjarna í Danmörku, menntaður sem næringarfræðingur, er metsöluhöfundur og sendiherra Rauða Krossins – þarf ég eitthvað að segja meira? Hans ástríða er síðan sú að fá fólk til að borða hollann mat og stunda heilbrigðan lífstíl og ein leiðin hans virðist vera – að mér skilst þó svo ég skilji dönskuna ekkert alltof vel – að stellið hans er hannað þannig að þú eigir auðveldara með að fá skilning á skammtastærðum og það að lifa hollum lífstíl eigi að vera skemmtilegt og auðvelt og augljóslega líka smart! Ok ég var heilluð fyrir en núna er ég alveg seld.

325de14a6b0da8aaff333d09b59be211

Mikið agalega er þetta nú lekkert!

screen-shot-2016-10-12-at-14-28-32

Þessi hér að ofan er reyndar ekki Bitz en ég var búin að vista hana fyrir löngu, mér þykir hún svo smart.

Og bara nokkrar myndir með að herra myndarlegum – jiminn ég veit varla hvort er fallegra stellið eða hann? Ég er líka dálítið hrifin af því að blanda saman ljósa stellinu og halló gylltu hnífapör – be mine!

En þess má geta að þennan svarta óskalista hér að neðan setti ég saman á nóvember og það eru enn nokkrir hlutir þarna á óskalistanum mínum, þar með talið Bitz drauma stellið. Sjá færslu hér.

 

svart2

Varðandi Bitz stellið góða þá sýnist mér á öllu að það fáist núna í Borð fyrir tvo, Snúrunni, Álfagull (Hfj) og Motivo (Selfoss). Það að stellið fáist núna í næstu götu við mig (Strandgatan í Hafnarfirði) er það ekki merki um að ég þurfi að eignast það?

P.s. ef það er einhver sem fær mig til að minnka skammtastærðirnar þá er það þessi sjarmör haha.

svartahvitu-snapp2-1

20 FERMINGARGJAFA HUGMYNDIR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Pingback: BITZ – Motivo