STÍLLINN: ELEGANS & LÚXUS

Fyrir heimilið

Veturinn er rétt handan við hornið og kósýstundum innandyra fer fjölgandi. Ég er búin að vera í miklum tiltektargír undanfarna daga og skrifa lista yfir hluti – eiga – geyma – henda, mig einfaldlega langar ekki lengur að hafa allar skúffur og skápa yfirfulla af dóti sem ég veit varla af. Ég veit ég hef nefnt það áður, fyrir löngu síðan í rauninni en núna er að styttast í að ég haldi veglega bílskúrssölu. Vá ég finn strax fyrir léttinum sem það verður að losna við dótið. Ég er þó svo mikill safnari að ég verð líklega ekki lengi að sanka að mér nýjum hlutum haha. Ég tók saman nokkra fallega hluti til að deila með ykkur, með lúxus yfirbragði. Ég ætla að stelast til þess að segja ykkur frá einu, en á myndinni má finna einn hlut sem þið gætuð mögulega unnið á næstu dögum….

1. Fun Mother of Pearl ljós, Verner Panton. // 2. Iittala Aarre vegghanki. // 3. Teikning eftir Rakel Tómasdóttur. // 4. Ghost sófi frá Gervasoni. // 5. Fallegt glerglas, Kokka. // 6. Leimu borðlampi frá Iittala. // 7. Gylltur blómavasi, Winston Living. // 8. Blómapottur með göddum, Winston Living. // 9. Falleg gólfmotta úr ull, Winston Living.

Þið megið alveg byrja að krossa fingur – þessi verðlaun eru algjör draumur!

5 STJÖRNU STÓLAMIX

Heimili

Það er eitthvað alveg einstaklega heillandi við þetta heimili hvort sem það séu listaverkin á veggjunum, litrík gólfmottan eða stólamixið við glerborðið. Hér býr hin hollenska Stephanie sem bloggar á Coosje og þó það sjáist í lítið annað en borðstofu og stofu þá er ég heilluð…

Stólamixið er í mestu uppáhaldi hjá mér enda stólar eftir nokkra meistara samankomnir. Børge Mogensen (Shaker J39) – Hans J.Wegner (Y-chair) – Verner Panton (Panton chair) – Philippe Starck (Eros) og Peter Opsvik (Tripp Trapp)! Það skemmtilegasta sem ég safna eru stólarnir mínir og á ég stóla eftir þrjá af meisturunum sem ég tel upp hér að ofan þó ég væri gjarnan til í að bæta við safnið stól eftir meistara Mogensen og þá helst Hunting chair.

Mikið kemur það vel út að stilla plöntunni svona hátt upp – dálítið eins og hún vaxi úr loftinu!

Wire hillurnar /borð eftir Verner Panton er mjög skemmtileg hönnun.

Löng helgi framundan, best að nýta hana sem best ♡