fbpx

EINSTAKAR & FLUFFY ULLARMOTTUR SEM SEGJA VÁ!

ÓskalistinnStofa

Ullarmotturnar frá Skandinavíska hönnunarhúsinu Cappelen Dimyr eru þær fallegustu sem ég hef lengi séð. Motturnar eru algjör draumur, svo einstakar í útliti og bæta hlýleika við hvert heimili. Svona vegleg ullarmotta hefur verið í mörg ár á óskalista heimilisins og væri fullkomin í stofuna.

“Motturnar eru handgerðar af fagmönnum í Indlandi úr hágæða nýsjálenskri ull. Hver motta er algjörlega einstök þar sem ullin er 100% náttúruleg og ólituð sem skapar fallegt og áhugaverð mynstur í mjúkum ljósum tónum. Langt kögrið á endunum bætir við hlýleika og bóhemískan blæ. Hæð á flosi er um það bil 25mm.”

Cappelen Dimyr motturnar fást hjá Dimm. Sjáið þessa fegurð…

Það er fátt sem gerir heimili jafn hlýlegt og motta á gólfið og þessar ullarmottur eru draumur einn. Ég ætla að fá að máta eina í stofuna á næstu dögum. Hlakka til að sýna ykkur útkomuna ♡

FALLEGT & DANSKT JÓLASKREYTT HEIMILI

Skrifa Innlegg