fbpx

ÓSKALISTINN // PAPPELINA MOTTA

EldhúsFyrir heimilið

Þessa dagana dreymir mig um að eignast klassíska Pappelina mottu í eldhúsið. Ég var aðeins að færa til hluti hér á heimilinu um síðustu helgi og ákvað að færa til mottu sem var alltaf undir sófaborðinu fram á ganginn, og ég finn núna á hverjum degi þegar ég geng um heimilið hvað það er mikill léttir fyrir fæturnar að standa á mottu. Ótrúlegar fréttir haha? Því er ég byrjuð að skoða hvernig mottu mig langar að velja í eldhúsið þar sem við stöndum oftast. Pappelina hefur lengi verið ofarlega á óskalistanum mínum, motturnar sem eru mjög vandaðar og slitsterkar eru ofnar í Svíþjóð og er fyrirtækið 20 ára gamalt. Við fjölskyldan erum með tvær Pappelina mottur í bústaðnum sem keyptar voru í Kokku og hafa reynst mjög vel, þær koma líka í mörgum útgáfum og litum svo það er auðvelt að finna eina sem hentar heimilinu vel. Eða kannski erfiðara fyrir þau okkar sem eru með valkvíða!

Motturnar eru ofnar úr PVC-plasti í pólýester – en hvort tveggja er sænsk framleiðsla – í hefðbundnum vefstólum. Þessi aðferð er þekkt og rótgróin í Svíþjóð þar sem er rík vefnaðarhefð. Motturnar henta vel þar sem er mikið álag, til dæmis í anddyrið, eldhúsið, baðherbergið eða á ganginn, enda er gott að þrífa þær og þær tapa ekki lit eða lögun.

Efsta myndin sýnir mottuna sem við erum með í bústaðnum, en þær eiga það margar sameiginlegt að hægt er að snúa þeim á báðar hliðar sem er þá í öðrum lit! Bústaðarmottan okkar er því hvít með svörtum röndum, eða svört með hvítum röndum! Brilliant:)

Fyrir áhugasama þá fást Pappelina motturnar hjá Kokku.

FALLEGT Á FÁUM FERMETRUM

Skrifa Innlegg