5 STJÖRNU STÓLAMIX

Heimili

Það er eitthvað alveg einstaklega heillandi við þetta heimili hvort sem það séu listaverkin á veggjunum, litrík gólfmottan eða stólamixið við glerborðið. Hér býr hin hollenska Stephanie sem bloggar á Coosje og þó það sjáist í lítið annað en borðstofu og stofu þá er ég heilluð…

Stólamixið er í mestu uppáhaldi hjá mér enda stólar eftir nokkra meistara samankomnir. Børge Mogensen (Shaker J39) – Hans J.Wegner (Y-chair) – Verner Panton (Panton chair) – Philippe Starck (Eros) og Peter Opsvik (Tripp Trapp)! Það skemmtilegasta sem ég safna eru stólarnir mínir og á ég stóla eftir þrjá af meisturunum sem ég tel upp hér að ofan þó ég væri gjarnan til í að bæta við safnið stól eftir meistara Mogensen og þá helst Hunting chair.

Mikið kemur það vel út að stilla plöntunni svona hátt upp – dálítið eins og hún vaxi úr loftinu!

Wire hillurnar /borð eftir Verner Panton er mjög skemmtileg hönnun.

Löng helgi framundan, best að nýta hana sem best ♡

KORTER Í PÁSKA

Skrifa Innlegg