DRAUMAHEIMILI : MEÐ LITI Á ÖLLUM VEGGJUM ♡

HeimiliHönnun

Ein uppáhalds síðan mín á Instagram er án efa hjá hinum hollenska Theo-Bert Pot sem heldur úti blogginu The Nice Stuff Collector en hann starfar sem grafískur hönnuður og er einnig innanhússbloggari en heimilið hans er engu líkt. Hér býr hann ásamt sambýlismanni sínum Jelle sem er innanhússhönnuður en heimilið er einhverskonar samblanda af því besta af hollenskum, frönskum og skandinavískum stíl og litapallettan er to die for, ég er að segja ykkur það – ykkur langar beint út að kaupa málningu eftir að hafa skoðað þessar myndir.

Theo-Bert Pot er safnari af guðs náð og heimilið er nánast eins og hönnunarsafn. Litagleðin er draumi líkust en takið eftir hvað herbergin öll eru gífurlega ólík, sum með dökkum veggjum og svörtu gólfi og önnur með ljósi gólfi og litríkum veggjum. Þetta er eitt af þessum heimilum sem ég get skoðað aftur og aftur enda heimilis innblástur eins og hann gerist bestur. Ég er ástfangin af þessu heimili ♡

Hvernig finnst ykkur?

P.s. Þið finnið Instagram-ið hjá vini mínum Theo-Bert Pot Hér og mitt Hér!

5 STJÖRNU STÓLAMIX

Heimili

Það er eitthvað alveg einstaklega heillandi við þetta heimili hvort sem það séu listaverkin á veggjunum, litrík gólfmottan eða stólamixið við glerborðið. Hér býr hin hollenska Stephanie sem bloggar á Coosje og þó það sjáist í lítið annað en borðstofu og stofu þá er ég heilluð…

Stólamixið er í mestu uppáhaldi hjá mér enda stólar eftir nokkra meistara samankomnir. Børge Mogensen (Shaker J39) – Hans J.Wegner (Y-chair) – Verner Panton (Panton chair) – Philippe Starck (Eros) og Peter Opsvik (Tripp Trapp)! Það skemmtilegasta sem ég safna eru stólarnir mínir og á ég stóla eftir þrjá af meisturunum sem ég tel upp hér að ofan þó ég væri gjarnan til í að bæta við safnið stól eftir meistara Mogensen og þá helst Hunting chair.

Mikið kemur það vel út að stilla plöntunni svona hátt upp – dálítið eins og hún vaxi úr loftinu!

Wire hillurnar /borð eftir Verner Panton er mjög skemmtileg hönnun.

Löng helgi framundan, best að nýta hana sem best ♡

HELGARINNLITIÐ: MEÐ PLÖNTUR Í HVERJU HORNI

Heimili

Plöntuæðið hefur varla farið framhjá neinum sem kann að meta falleg heimili og eru plöntur orðnar ómissandi partur af heimilum í dag að margra mati. Það er ekki erfitt að falla fyrir þessu trendi og bara það að bæta einni plöntu við stofuna gefur það henni strax svo mikið líf, innan skamms bætist önnur við og svo vitið þið hvernig sagan endar, með plöntur í hverju horni:) Það er sagt að plöntur eigi að geta gert okkur hamingjusamari og hver er ekki til í það fyrir nokkra þúsundkalla.
Ég rakst á þetta fallega heimili sem lætur mig langa að stökkva út í næstu blómabúð en hér spilar græni liturinn mjög stórt hlutverk. Hér býr hollenski hönnuðurinn Maaike Koster en ef þið skoðið vefverslun hennar My Deer þá sjáið þið fljótt að plöntur spila einnig stórt hlutverk í hönnun hennar, en á veggjum heimilisins má sjá mörg af hennar verkum.

Algjörlega æðislegt heimili, kíkjum í heimsókn

Screen Shot 2016-05-24 at 06.59.57

Það er allt við þessa stofu sem heillar, myndaveggurinn, mottan, hangandandi blómin og Lounge chair.

Screen Shot 2016-05-24 at 06.58.00

Screen Shot 2016-05-24 at 07.05.36 Screen Shot 2016-05-24 at 07.02.19 Screen Shot 2016-05-24 at 07.10.47 Screen Shot 2016-05-24 at 07.12.42 Screen Shot 2016-05-24 at 07.15.25 Screen Shot 2016-05-24 at 07.28.52Screen Shot 2016-05-24 at 07.09.08 Screen Shot 2016-05-24 at 07.29.19Screen Shot 2016-05-24 at 07.13.09

Ég elska hollensk heimili, þau eru eitthvað svo hrá og falleg. Mikið um við, gömul húsgögn, iðnaðarljós og allt síðan í blandi við fallega hönnun.  Ef þið viljið sjá meira frá Maaike þá er hún einnig á instagram og ég mæli því svo sannarlega með að fylgja skvísunni þar, sjá hér. 

Þangað til næst, eigið hrikalega góða helgi!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

SKEMMTILEGUR STÍLL Á HEIMILI BLOGGARA

Heimili

Var ég ekki búin að lofa að sýna ykkur fullt af hollenskum heimilum, jú ég hélt það nefnilega! Hér er eitt æðislegt heimili en hér býr bloggarinn og hönnuðurinn Marij Hessel en hún heldur úti bloggsíðunni My Attic. Þar deilir hún reglulega myndum af heimilinu sínu sem er mjög skemmtilegt og þaðan má fá fullt að hugmyndum. Stíllinn er kvenlegur og smá krúttaður og hlutirnir virðast vera héðan og þaðan, bæði nýjir og notaðir sem hún hefur fundið á flóamörkuðum. Ég hef mjög gaman af svona heimilum þar sem gamalt og nýtt mætist, og hér finnst mér það hafa heppnast sérstaklega vel.

marij1dmarij1bDSC_5086marij9DSC_4478DSC_5684DSC_8534A marij3 DSC_3689DSC_5108marij7DSC_5113

 Myndir via My Attic / Marij Hessel

Ég er sérstaklega hrifin af fagurbláa litnum á einum vegg heimilisins, ekkert ósvipaður litnum sem við máluðum í herberginu hans Bjarts. Marij virðist svo hafa notað afgangsmálningu og málað einn koll í þessum fallega lit, sem kemur dálítið skemmtilega út. Stofan finnst mér líka æðisleg, litrík og hressandi með hlutum úr öllum áttum, svo skorar svefnherbergið reyndar mjög hátt en þessi myndaveggur er virkilega töff. Ef ég mætti breyta einhverju þá yrðu það eldhússtólarnir, mér finnst þeir vera of ‘heavy’ þegar borðið er líka í svipuðum stíl.

Hvaða rými er í uppáhaldi hjá þér?

x Svana

Ekki missa af neinu, fylgdu endilega Svart á hvítu á facebook, hér.  

FALLEGT HOLLENSKT HEIMILI

Heimili

Það er vel við hæfi að birta myndir af hollensku heimili í dag þar sem að ég var að dásama hollenskan stíl í gærkvöldi. Það er eitthvað við þennan stíl sem er svo æðislegt. Leyfum myndunum að tala…

12346

Tomado vegghillurnar sjást á mörgum hollenskum heimilum, klassísk hollensk hönnun frá 1950.

7

Það sem er oft einkennandi á hollenskum heimilum er endurnýting á gömlum við, eflaust innblásið frá einum af þeirra frægustu hönnuðum, Piet Hein Eek sem sló í gegn árið 1990 með útskriftarverkefni sitt frá Design Academy Eindhoven, það var skápur gerður úr bútum úr afgangsvið. Síðan þá hefur hann hannað heilu línurnar af mjög fallegum húsgögnum úr afgangsvið. Ég verð þó að fá að nefna að ég hefði valið aðra mynd á vegginn og sett þessa mynd á ganginn eða í svefnherbergið í staðinn.

10

Flott eldhúsinnrétting með góðu skipulagi.

811

Það er ótrúlegt að ég eigi ekki þessa grind því ég var lengi vel með hana á heilanum, hollensk hönnun –Dish bunny washing up rack. Ég gerði tilraun til að finna hana á netinu núna en hún virðist vera uppseld allsstaðar, mögulega þá hætt í framleiðslu?

1214 1315

9

Myndir frá vt wonen.

Mjög fallegt heimili og persónulegur stíll, hollendingarnir eru nefnilega alveg með þetta þegar kemur að hönnun og heimilum. Ég ætla að sýna ykkur nokkur hollensk heimili í viðbót á næstu dögum, við skulum aðeins hvíla þessi sænsku í bili;)

x Svana