fbpx

DRAUMAHEIMILI : MEÐ LITI Á ÖLLUM VEGGJUM ♡

HeimiliHönnun

Ein uppáhalds síðan mín á Instagram er án efa hjá hinum hollenska Theo-Bert Pot sem heldur úti blogginu The Nice Stuff Collector en hann starfar sem grafískur hönnuður og er einnig innanhússbloggari en heimilið hans er engu líkt. Hér býr hann ásamt sambýlismanni sínum Jelle sem er innanhússhönnuður en heimilið er einhverskonar samblanda af því besta af hollenskum, frönskum og skandinavískum stíl og litapallettan er to die for, ég er að segja ykkur það – ykkur langar beint út að kaupa málningu eftir að hafa skoðað þessar myndir.

Theo-Bert Pot er safnari af guðs náð og heimilið er nánast eins og hönnunarsafn. Litagleðin er draumi líkust en takið eftir hvað herbergin öll eru gífurlega ólík, sum með dökkum veggjum og svörtu gólfi og önnur með ljósi gólfi og litríkum veggjum. Þetta er eitt af þessum heimilum sem ég get skoðað aftur og aftur enda heimilis innblástur eins og hann gerist bestur. Ég er ástfangin af þessu heimili ♡

Hvernig finnst ykkur?

P.s. Þið finnið Instagram-ið hjá vini mínum Theo-Bert Pot Hér og mitt Hér!

BLÓM & HVÍTUR DRAUMUR

Skrifa Innlegg