HELGARINNLITIÐ: MEÐ PLÖNTUR Í HVERJU HORNI

Heimili

Plöntuæðið hefur varla farið framhjá neinum sem kann að meta falleg heimili og eru plöntur orðnar ómissandi partur af heimilum í dag að margra mati. Það er ekki erfitt að falla fyrir þessu trendi og bara það að bæta einni plöntu við stofuna gefur það henni strax svo mikið líf, innan skamms bætist önnur við og svo vitið þið hvernig sagan endar, með plöntur í hverju horni:) Það er sagt að plöntur eigi að geta gert okkur hamingjusamari og hver er ekki til í það fyrir nokkra þúsundkalla.
Ég rakst á þetta fallega heimili sem lætur mig langa að stökkva út í næstu blómabúð en hér spilar græni liturinn mjög stórt hlutverk. Hér býr hollenski hönnuðurinn Maaike Koster en ef þið skoðið vefverslun hennar My Deer þá sjáið þið fljótt að plöntur spila einnig stórt hlutverk í hönnun hennar, en á veggjum heimilisins má sjá mörg af hennar verkum.

Algjörlega æðislegt heimili, kíkjum í heimsókn

Screen Shot 2016-05-24 at 06.59.57

Það er allt við þessa stofu sem heillar, myndaveggurinn, mottan, hangandandi blómin og Lounge chair.

Screen Shot 2016-05-24 at 06.58.00

Screen Shot 2016-05-24 at 07.05.36 Screen Shot 2016-05-24 at 07.02.19 Screen Shot 2016-05-24 at 07.10.47 Screen Shot 2016-05-24 at 07.12.42 Screen Shot 2016-05-24 at 07.15.25 Screen Shot 2016-05-24 at 07.28.52Screen Shot 2016-05-24 at 07.09.08 Screen Shot 2016-05-24 at 07.29.19Screen Shot 2016-05-24 at 07.13.09

Ég elska hollensk heimili, þau eru eitthvað svo hrá og falleg. Mikið um við, gömul húsgögn, iðnaðarljós og allt síðan í blandi við fallega hönnun.  Ef þið viljið sjá meira frá Maaike þá er hún einnig á instagram og ég mæli því svo sannarlega með að fylgja skvísunni þar, sjá hér. 

Þangað til næst, eigið hrikalega góða helgi!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

PETIT X NIKE

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Ragna

    30. May 2016

    Þessi gólfmotta á fyrstu myndinni, mér finnst ég svo oft sjá hana á myndum. Ekki veistu nokkuð eitthvað um hana? Ég er svo á báðum áttum hvort ég vilji gólfmottu við stofu sófann minn eða ekki en mér finnst þessi svakalega flott.