HUGGULEGT HEIMILI Á 35 FM

Heimili

Ég er alltaf jafn heilluð af litlum íbúðum og mig hefur í rauninni aldrei dreymt um að eignast stórt hús eins og margir aðrir gera eflaust. Þetta hefur líka verið dálítið gegnum gangandi þema hér á blogginu, ég reyni að sýna mikið af smærri íbúðum og minna af stórum húsum þar sem ég vil sýna fólki hversu einfalt það er að koma sér vel fyrir á fáum fermetrum.

Hér má sjá ansi huggulega íbúð sem ótrúlegt en satt er ekki nema 35 fermetrar!

Myndir via Bjurfors – Stílisti: Emma Fischer 

Þið fáið síðan innan skamms að vita hversu mikið ég raunverulega elska litlar íbúðir – það er nefnilega eitt spennandi verkefni framundan hjá mér.

MÁNUDAGSINNLIT: SÆNSKT & FALLEGT

Heimili

Þetta heimili er mjög sænskt ef svo má segja, ljóst í grunninn með fallegri hönnun, plöntum og hlýlegu yfirbragði. Í dag er síðasta vikan okkar í sumarfríi að hefjast og heill haugur af vinnu sem bíður mín eftir að leikskólinn hans Bjarts opnar aftur… ég á þó erfitt með að viðurkenna að sumarið sé senn á enda en þrátt fyrir það þá elska ég haustið – án efa besti tími ársins að mínu mati. Ég vona að þið hafið átt góða Verslunarmannahelgi og komið öll endurnærð tilbaka… eða hvað?

  

Myndir via Kvarteret Makleri

Fallegur sænskur heimilisinnblástur er góður til að byrja vikuna. Núna er eins gott að nýta þessa síðustu frídaga sem best áður en rútínan skellur á:)

MÁNUDAGSHEIMSÓKN: NOKKRIR SKUGGAR AF GRÁU

Heimili

Hér má sjá huggulegt heimili sænska bloggarans Jasmina Bylund, stíllinn er afslappaður og látlaus og mjúkir litir í gráum tónum á veggjum. Fallegir bogadregnir gluggar setja sinn svip á heimilið ásamt grófum gardínum sem ná alla leið upp í loft, fjölbreyttur textíll í púðum, dúkum, mottum og ábreiðum gefur svo extra hlýlegt yfirbragð. Virkilega fallegt heimili, bjart og notalegt. 

Myndir via Jasmina Bylund

Hún Jasmina er einnig einstaklega smart á Instagram og ég mæli því með að kíkja við hjá henni þar sem hún deilir myndum bæði frá heimilinu en einnig fjölskyldulífinu. Þið finnið linkinn hér að ofan undir síðustu myndinni:)

LÍTIL ÍBÚÐ FYLLT AF BLÓMUM

Heimili

Sjáið hvað þessi pínulitla og sæta íbúð er að springa úr sjarma með sínum sérkennilegu skreytingum. Hún er ekki nema 43 fermetrar með stofu og svefnherbergi í sama rýminu en þó virðist fara ansi vel um þá sem hér búa. Lítil heimili hafa verið mér hugleikin í vikunni og ég hef mikið verið að grúska í efni hvernig best sé að koma sér fyrir þegar lítið er um fermetrana. Ég sýni ykkur afraksturinn innan skamms:) Stundum getur reynst manni mikil áskorun að búa smátt en með smá útsjónasemi og vali á réttu hlutunum sem allir hafa tilgang er hægt að skapa mjög huggulegt heimili jafnvel fyrir lítinn pening. Hér að neðan má varla finna neinn hlut sem flokkast sem “hönnunarvara” en að sjálfsögðu þarf ekkert slíkt til að geta átt fallegt heimili

Myndir via Entrance Mäkleri

Þvílíkt sjarmatröll sem þessi íbúð er, vissulega hefur stíliseringin mikið að segja en myndirnar eru fengnar að láni hjá sænskri fasteignasölu. Ég var einmitt fyrr í kvöld að aðstoða vinkonu mína að standsetja íbúð fyrir sölu og þetta var aðalega spurning um að færa til og fjarlægja hluti til að gera sem mest úr eigninni og tók ég svo myndir að því loknu. Það kom mér á óvart hversu gaman ég hafði af þessu, að fá að fikta í öllu heimilinu og taka niður – færa til það sem hentaði ekki með á myndirnar. Ég ber vissulega mikla virðingu fyrir ólíkum stíl og skoðunum fólks á heimilum, þau eru svo persónuleg. En þegar kemur að fasteignamyndum þá er minna alltaf meira sama hvaða smekk við höfum. Stilla fram fallegum hlutum og fela aðra ásamt því að blóm eru nánast “lífsnauðsynleg” á borð þegar kemur að því að ætla að selja íbúð. Því get ég lofað ykkur x

LITUR ÁRSINS 2017: GREENERY

Fyrir heimilið

Ef að þið hélduð að plöntutrendið hefði náð hámarki sínu þá er það bara rétt að hefjast. Alþjóðlega litakerfið Pantone hefur loksins gefið út hver verður litur ársins 2017 og er það fallegur og bjartur gul-grænn litur sem hefur verið gefið heitið GREENERY. Á næsta ári munum við því sjá nokkuð mikið af grænum litum, Greenery minnir okkur á vorið og bjartari tíma og ég er nokkuð ánægð með valið. Það eru fjölmörg tískufyrirtæki, hönnuðir og jafnvel snyrtivöruframleiðendur sem vinna með liti ársins en þið eruð eflaust nokkur sem eruð nú þegar búin að ákveða að þessum lit ætlið þið ekki að klæðast.

Litur ársins er þó eitthvað töluvert meira en yfirborðskenndur litaspádómur sem eigi að hertaka heimili okkar og fataskápa. Þetta er nefnilega töluvert pólitískara en svo og enduspeglar örlítið hvað er að gerast í heiminum, grænn litur er gjarnan tengdur við nýtt upphaf, ferskleika og endurnýjun og jafnvel grænan lífstíl. Miðað við allt sem við höfum lesið í fréttunum á árinu og það sem gengið hefur á þá á þetta líka að minna okkur á að með nýja árinu megum við að slaka örlítið á og jafnvel taka skref aftur á bak frá lífsgæðakapphlaupinu. Leita meira inn á við, minnka stress og tengjast aftur náttúrunni. Við erum ekki endilega öll að fara að gera það, en það má alveg bæta við heimilið a.m.k. nokkrum plöntum?

pantone-color-of-the-yeat-2017-designboom-04

svartahvitu-snapp2

HEIMILI FULLT AF HÖNNUN

Heimili

Hér má sjá heimili sem er pakkað af öllu því sem skandinavískur stíll stendur fyrir, stílhreint, bjart og með fallega hönnun í hverju horni. Hay, Ferm Living, Ikea og Muuto svo fáein séu nefnd, þarna má einnig finna íslenska hönnun, Notknot púðann sjálfan sem framleiddur er af Design House Stockholm fyrir erlendan markað og er alltaf jafn fallegur. Mögulega dálítið eins og sýningarrými í vel uppstilltri verslun en þetta heimili var einmitt stíliserað fyrir fasteignasöluna Bjurfors. Í slíkum tilfellum fer ég meira að skoða hlutina en heildina og þarna rek ég augun í fallega stundarglasið frá Hay ásamt ballerínu myndinni eftir ljósmyndarann Vanessu Paxton, sjá hér. Ein góð vinkona mín er með þá mynd upp á vegg hjá sér og ég dáist alltaf af henni svo falleg.

a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-02 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-03 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-04 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-05 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-06 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-07 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-08 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-10 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-11 a-home-so-stylish-it-could-be-a-showroom-for-nordic-furnishings-12
Myndir via Bjurfors

skrift2

ALLT SEM ER GRÆNT GRÆNT….

HeimiliStofa

Það er svo mikið í gangi í þessari stofu að ég veit varla hvar skal byrja… fyrst þegar ég sá myndirnar varð ég alveg heilluð uppúr skónum og hugsaði bara vá þetta er nú eitthvað. En nördinn ég fór svo að skoða betur myndirnar og miðað við stílinn og stemminguna sem við sjáum þá hefði ég staðsett íbúðina í Svíþjóð og þá eru nokkrir hlutir sem hreinlega passa ekki þangað inn. Fyrsta lagi er það brúna köflótta teppið sem er fremst á myndinni og í öðru lagi þá er það skipsstýrið í eldhúsinu, þriðja lagi er það óvenjulegt val á gólfefni í stofu og í fjórða lagi er það ein plantan þarna í hægra horninu, stór þykkblöðungur sem ég hef hreinlega ekki séð í innliti áður.

Höldum áfram með nördasöguna. – þá kom að því að finna uppruna myndanna og komst ég þá að því að myndirnar eru tölvuteikningar gerðar af Hoang Long sem er búsettur í Víetnam og vinnur sem 3D listamaður. VÁ! 

green-living-room-2 green-living-room-3 green-living-room-4 green-living-room

AN5-1 AN7-1

Þessi er svo sannarlega hæfileikaríkur og á sama tíma með góðan smekk!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

HEIMA: PLÖNTUR

INTERIOR

Um daginn fór ég í IKEA & keypti mér tvær gullfallegar plöntur. Ég er virkilega ánægð með útkomuna, & finnast þær myndast bara helvíti vel. Og ákvað þess vegna að smella nokkrum af þeim. Mun örugglega fara aftur í IKEA í næstu viku & kaupa mér fleiri þó að það er ekki neitt pláss inn í herberginu mínu.

x

sigridurr
nr1 nr3 nr5nr6nr7nr8nr9nr10Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

PLÖNTUR VOL2:

INNBLÁSTURINTERIOR

Ég er ástfangin af plöntum! Mér finnst plöntur vera fallegar skreytingar, gerir heimilið líflegt og fallegt.

Hér er smá plöntu innblástur sem ég fann á Pinterest.

x

sigridurr

0f531b6c0eec7373fa6420129f45293b28ce2d170582549dd19230b4d8f33a16b77b878cbcdadbddfc0440b8029309175aca72be69b763bd886597f75adb3e8a1590052b017b0f550bd79893b76de9843e4c8fda8f92729f86ff4e645ef7b9bf4d3c0111c7fd92543d4b601e099a4389f6ece9713d22c14bcb69b4d75db544e7Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

TIPS & TRIX FYRIR ELDHÚSIÐ

EldhúsRáð fyrir heimiliðVerslað

Við sem búum í leiguhúsnæði erum oft að vandræðast hvernig eigi að flikka uppá heimilið án þess að vera að negla of mikið eða mála. Það er hinsvegar heilmikið hægt að gera en aðaláherslan er þá á skrautmuni í stað innréttinga og það að gera sem mest úr fallegu hlutunum og á meðan að geyma þreytta hluti inni í skáp. Þetta síðarnefnda er dálítið sem ég er að vinna í hægt og rólega og fór nú síðast um daginn í gegnum allar eldhússkúffur og tók í burtu allt sem hefur ekki verið notað lengi og fékk í staðinn fullt af nýju skúffuplássi sem vel má nýta. Það getur verið gott að renna reglulega í gegnum skrautmuni í eldhúsinu (á reyndar við allt heimilið) og hvíla sumt á smá tíma og þá getur reynst vel að tæma allar hillur og borð og endurraða en setja aðeins þá hluti aftur sem þú annað hvort notar reglulega eða eru virkilega fallegir. Hitt má einfaldlega fara ofan í skúffu eða í kassa sem fer svo í Góða Hirðirinn. Ég tók saman nokkur tips hvernig hægt er að fegra eldhúsið á einfaldan hátt og nokkra hluti sem myndu svo sannarlega fegra hvaða eldhús sem er.

eldhus

1.// Georg Jensen hnífur fyrir þá vandlátu. Epal. 2.// Falleg kopar pressukanna frá Bodum. Ormsson. 3.// Smart uppþvottalögur frá Meraki. Maí & Litla Hönnunarbúðin. 4.// Brauðbox í fagurgrænum lit til að fela allt kexið og brauðpoka. Kokka. 5.// Smeg ristavél sem yrði seint stungið ofan í skúffu. Hrím. 6.// Kastehelmi krukkur frá iittala undir hafra, fræ og fleira. Sölustaðir Iittala. 7.// Gyllt hnífapör hljóma of vel. Maí & Fakó. 8.// Rivsalt er eitthvað sem mig langar til að prófa. Maí & Litla Hönnunarbúðin. 9.// Fullkominn steypujárnspottur undir ljúffenga pottrétti. Ormsson.

Að stilla upp bestu hlutunum er gott trix.

Ég geng alltaf frá gömlu og lúnu brauðristinni og kaffivélinni ofan í skúffu eftir notkun en ef tækin væru örlítið fallegri mættu þau alveg vera uppivið. Í staðinn er ég með viðarbakka þar sem ég geymi saltflögur í fallegri krús og fræ sem fara í hafragrautinn í fallegum krukkum, einnig er ég með vel valin og fín áhöld í marmarastandi sem ég fann í Góða Hirðinum ásamt öðru punti eins og viðarbretti og skrautbakka.

Einnig getur breytt miklu fyrir lúkkið að bæta við fallegri plastmottu á eldhúsgólfið en það fást fallegar m.a. í Pipar & salt og Kokku. Ég mæli einnig með að bæta við eldhúsið plöntu eða kryddjurtum sem er sérstaklega sniðugt fyrir þá sem eru með græna fingur en það gefur eldhúsinu mikið líf. Það getur verið vandasamt að halda þessum elskum á lífi en æfingin skapar meistarann og ég mun halda ótrauð áfram að reyna að halda basilíkum á lífi en þær drepast undantekningarlaust hjá mér. Toppurinn er svo auðvitað að hafa þær í smart blómapotti en þessir gylltu frá Winston living eru sérstaklega flottir.

Ef þú ert eitthvað ósátt/ur við eldhúsinnréttingarnar í leiguhúsnæðinu má svo sannarlega skipta um höldur á hurðum og skápum til að aðlaga að þínum stíl, -passa bara vel upp á gömlu höldurnar til að skipta út þegar þú flytur burt.

Það sem ég hef fundið út er að það er hægt að gera gott úr nánast öllu með því að veita dálitla athygli að smáhlutunum, t.d. uppþvottalögur í fallegum umbúðum og smart viskastykki við vaskinn geta gert gæfumuninn í þreyttu eldhúsi. Ég hef jafnvel gerst sek að fylla á minn gamla L:A Bruket uppþvottalögurbrúsa í stað þess að kaupa strax nýjann því ég er svo hrifin af umbúðunum (líka mjög góð sápa).

Hægt er að fjárfesta í smáhlutahillum og stilla þar upp bestu kaffibollunum, uppáhalds te-inu og jafnvel litlum kaktusum en þá þarf að vísu að bora í veggi. Vinsælt val væri String hilla (sjá uppraðanir í hlekk), en þó er hægt að finna smáhlutahillur í Ikea og í fleiri verslunum. Fallegar matreiðslubækur er einnig gott að nýta sem skraut og koma jafnvel vel út í diskarekkum, ég elda ekkert alltof oft uppúr slíkum bókum en hef þó gaman af því að eiga nokkrar vel valdar og þessi hér er núna á óskalistanum.

Marni-kitchenwide

Þetta eldhús hér að ofan er einstaklega fallegt og kemur vel út að nota Rand mottuna undir borðið þó svo að þeir sem eigi börn hristi líklega hausinn núna. En takið eftir hvað plönturnar, litríku viskastykkin og matreiðslubækurnar gera mikið. P.s. það var ekki fyrr en að ég hafði birt þessa færslu að ég tók eftir að Elíasbet Gunnars hafði einnig birt þessa mynd í nýjustu færslunni sinni, -sjá hér:) Við erum greinilega með svipaðan smekk!

2d7e35f88ce3a919fc534919c56ca0aa

5b45a0f7e5f445d6ddcebcb5e605edda

 Myndir frá Pinterest síðu Svart á hvítu

Eldhúsið er hjarta heimilisins og þá er tilvalið að hafa það örlítið smart er það ekki?:) Ef ykkur líkar vel við svona færslur með ráðum fyrir heimilið þá megið þið endilega smella á like hnappinn hér að neðan eða skilja eftir athugasemd.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111