fbpx

TROPICAL FÍLINGUR HJÁ H&M HOME

Fyrir heimiliðH&M home

Þessi fallegi dagur, ó þessi fallegi dagur, ég er ekki frá því að ég hafi komist í örlítið sumarskap. Við Bjartur skelltum sólarvörn á kinnarnar og vorum úti í veðurblíðunni, það þarf ekkert annað þegar veðrið er svona dásamlegt.

Myndirnar af vorlínu H&M Home eru því viðeigandi með tropical stemmningu fyrir allt heimilið! Risavaxin Strelitzia í stofunni sem skreytir einnig heimilistextíl, púða, dúka og handklæði. H&M home deildin er alltaf skemmtilega skrautleg og langt frá því að vera minimalísk, mér sýnist vortískan eiga að vera ansi lifandi að minnsta kosti.

  

Myndir : H&M Home 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

INNBLÁSTUR : SMART HEIMILI MEÐ STRING HILLUM

Skrifa Innlegg