fbpx

INNBLÁSTUR : SMART HEIMILI MEÐ STRING HILLUM

Fyrir heimiliðHönnun

Ein uppáhalds hönnunin mín eru klassísku sænsku String hillurnar sem hannaðar voru árið 1949. String hillurnar fást í ótalmörgum útfærslum og getur hver og einn sniðið þær eftir sínum hugmyndum og heimili. String Pocket hefur notið gífulegra vinsælda, lítil og nett vegghilla sem hentar vel undir punt og aðra smámuni en String hillukerfið er síðan heill heimur fyrir sig.

Ég hef lengi hrifist af öllum ljósmyndunum sem String lætur útfæra fyrir sig með hjálp fremstu stílista Skandinavíu, en það veitir oft jafnvel enn meiri innblástur að sjá hillurnar inni á ekta heimilum. Ég tók saman nokkrar sem finna má á Instagram síðu String @stringfurniture en ég datt inná síðuna þeirra í hugmyndavinnu fyrir eldhúsið okkar.

Hér að neðan má svo finna nokkrar myndir sem stíliseraðar eru af String teyminu –

Fyrir áhugasama þá fást String hillurnar hjá Epal

Við erum með String skrifborð inni hjá stráknum mínum og í eldhúsinu er lítil String Pocket hilla. Einfaldar String vegghillur eru komnar ofarlega á listann hjá mér í eldhúsið þannig að ég geti raðað þar smá stelli eða öðrum eldhús nauðsynjum…. mmmm.

Falleg og klassísk hönnun sem hentar flestum heimilum.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

DIMM FAGNAR 3 ÁRA AFMÆLI MEÐ 20% AFSLÆTTI

Skrifa Innlegg