fbpx

Á ÓSKALISTANUM : STÓR & VEGLEG PLANTA

Óskalistinn

Ég ætla ekkert að þykjast vera neinn plöntusérfræðingur en eitt af því sem ég ætla að eignast þegar við flytjum í nýju íbúðina er stór panta – og þá meina ég mjög stór. Samkvæmt leit minni á google virðist vera að plantan sem ég er með í huga heiti Strelitzia sem er einhverskonar bananaplanta og er jafnvel kölluð “Bird of paradise” vegna fallegra blóma sem spretta á sumum þeirra. Ég hef ekki rekist á þessa plöntu hér á landi og vil endilega heyra frá ykkur sem vitið hvar sé best að nálgast slíka plöntu þar sem úrval af stórum pottaplöntum er af skornum skammti.

Hér að neðan má sjá eina mjög veglega og augljóst að húsráðandi sé með mjög græna fingur – hæfileiki sem ég vonast til að monta mig af einn daginn… Önnur stór og vegleg planta gengur líka  mögulega upp, hlakka til að heyra frá ykkur! ♡

 

// Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

IKEA 2019 BÆKLINGURINN !

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

 1. Ólöf Bjarnadóttir

  13. August 2018

  Það er grúppa á Facebook sem heitir Stofublóm inniblóm pottablóm hópurinn þar sem gott er að fá ráðleggingar varðandi plöntur?

  • Helga Ingimundardóttir

   13. August 2018

   Ég á þessa plöntu, hún er enn pinku pons. Fékk hana frá einni úr stofublóma grúppunni, en sú pantaði fræ af netinu og átti auka handa mér. ?

   En ég hef heyrt að banana plöntur eru að koma vel út sem stórar potta plöntur. Fæst oft í Bauhaus :)

   • Svart á Hvítu

    16. August 2018

    úúúú þarf kannski bara að kíkja á fræ og hætta að kvarta yfir vöruúrvali haha:) Takk!

    • Helga Ingimundardóttir

     16. August 2018

     Annars er til trylltir instaworthy fiðlufíkusar (l. ficus lyrata) sem verða risastórir. Hann er til í Bauhaus og kostar innan við 2þús kall. Gjöf en ekki gjald!

    • Erla

     27. August 2018

     Ég keypti birds of paradise sem frá á tenerife, hún er 6 mán núna og er að detta í 20 cm ;)

     • Erla

      31. August 2018

      í fríhöfninni á tene, ogguponsu fræ ;)

 2. A

  19. August 2018

  Gúmmíplöntur eru líka fallegar og geta orðið mjög stórar. :)
  Heita Ficus elastica á latínu.