fbpx

IKEA 2019 BÆKLINGURINN !

Fyrir heimiliðIkea

IKEA bæklingurinn kemur með haustið að mati margra og það styttist aldeilis í að 2019 bæklingurinn rati inn um lúgur landsmanna og ég er orðin ansi spennt verð ég að viðurkenna. Eins og mér er einni lagið er ég að sjálfsögðu búin að fletta upp í vefútgáfunni á sænsku til að svala forvitni minni og er bæklingurinn í ár vægast sagt girnilegur! Hér má sjá nokkrar myndir frá sænska hönnunarrisanum og má sjá að þeir eru aldeilis með puttann á púlsinum. Haustið verður bleikt og grænt það eitt er víst en ég mun fara betur yfir þá hluti með ykkur innan skamms – kíkjum fyrst á smá IKEA innblástur.

Ég er mjög spennt fyrir nokkrum nýjungum sem koma í haust og er einnig sérstaklega spennt fyrir endurútgáfu af klassískum húsgögnum frá árunum 1950 – 2000 í tilefni 75 ára afmælis IKEA. Þar má nefnilega finna nokkra gullmola sem verður spennandi að sjá aftur í sölu en þessir umræddu hlutir eru einnig væntanlegir með haustinu.

Það eru aldeilis eftir að verða nokkrar Ikea ferðir hjá mér á næstu mánuðum eftir að við flytjum inn í nýju íbúðina en það vantar ýmsa skápa, hirslur og fínerí fyrir heimilið! ♡

// Ykkur er velkomið að fylgjast einnig með á Instagram @ svana.svartahvitu

INNLIT Í HAF STORE : EIN GLÆSILEGASTA VERSLUN LANDSINS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna Ragnarsdóttir Pedersen

    12. August 2018

    Sæl og blessuð elsku Svana,
    ertu eitthvað leggjast í rannsóknarvinnu varðandi bleika litinn sem er í svefnherberginu á einni af myndunum? Hann er mega fínn :)