fbpx

INNLIT Í HAF STORE : EIN GLÆSILEGASTA VERSLUN LANDSINS

Fyrir heimiliðHönnun

Í gær kíkti ég í heimsókn í verslunina HAF STORE sem opnar formlega á morgun, laugardaginn 11. ágúst kl. 11:00. Þessari heimsókn hef ég beðið eftir með mikilli eftirvæntingu í marga mánuði eins og á líklega við um aðra hönnunarþyrsta einstaklinga sem fylgst hafa með þessu ævintýri. HAF STORE er með þeim allra fallegustu verslunum sem ég veit um þó víða væri leitað enda mikið lagt í alla hönnun og vöruúrval og er útkoman konfekt fyrir augað. Mikil vinna fór því ekki aðeins í það að hanna glæsilegt verslunarrými frá grunni ásamt óvæntum framkvæmdum heldur hefur þeim HAF hjónum, Karitas og Hafsteini tekist að hafa upp á einstökum vörumerkjum sem áður hafa ekki fengist á Íslandi ásamt því að láta sérframleiða fyrir sig nokkrar vörur og húsögn.

  

Myndirnar að ofan tók ég með nýju vélinni Canon EOS M100 – aðrar teknar á síma. 

Ég mæli með heimsókn í HAF STORE – Geirsgötu 7 / Verbúðir, 101 Reykjavík

Ég er nú þegar með nokkra hluti á lista yfir það sem nýja heimilið mitt þarf að eignast, þar er efst á lista Vertigo ljós yfir borðstofuborðið ásamt því að þarna má einnig finna vel valdar bækur frá Crymogeu og Gestalten, ljósmyndir Gunnars Sverrissonar, postulín eftir Guðbjörgu Káradóttur, Sjöstrand kaffi og svo mörgu öðru sem gleður augað eða bragðlaukana.

Lýsingin í loftinu er sérstaklega smart og fer þessu hráa rými alveg fullkomlega og sýnir enn og aftur hvað HAF STUDIO hefur að geyma mikla snillinga.

// Ykkur er velkomið að fylgjast einnig með á Instagram @ svana.svartahvitu

FALLEGT SUMARHÚS TÍSKULJÓSMYNDARA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1