fbpx

& ÞÁ KOM LOKSINS HAUST ♡

HeimiliPersónulegt

Ég smellti af nokkrum myndum um helgina af herberginu okkar góða en við höfum átt ótrúlega góðar stundir hér. Það má vel vera að ég hljómi eins og biluð plata en ég get ekki beðið eftir að koma okkur vel fyrir á nýja staðnum. Haustið er annars að leggjast alveg virkilega vel í mig og ég finn fyrir miklum létti að sumarið sé loksins búið en það var ekki bara dans á rósum svo ég tek fagnandi á móti komandi tímum. Núna ætla ég að taka vikuna í að skipuleggja mig aðeins fyrir haustið, það væri gaman að heyra frá ykkur hvað þið viljið sjá meira af hér á blogginu!

Gardínurnar eru New Wave í hörefni frá Z brautum og gluggatjöldum – liturinn á veggnum er Soft Paris og Svönubleikur frá Sérefni. Ég reyni alltaf að svara öllum spurningum sem mér berast, ef þú hefur enn ekki fengið svar við þinni spurningu á einhverjum af mínum miðlum ekki hika við að hnippa í mig aftur ♡

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

DRAUMA LISTAVERK // MICHAEL BOND

Skrifa Innlegg