fbpx

DRAUMA LISTAVERK // MICHAEL BOND

ListÓskalistinn

Síðastliðin sólarhring hef ég boðið instagram fylgjendum @svana.svartahvitu upp á að senda mér spurningar um hvað sem er í gegnum instagram stories og hafa þær verið hver annarri skemmtilegri og fengið mig til að velta ýmsu fyrir mér. Ein skemmtileg var “ef þú gætir keypt þér listaverk á morgun, frá hvaða hönnuði yrði það listaverk?” Ég hef lengi fylgst með áströlskum listamanni, Michael Bond en hans litaskynjun og fagurfræði hittir mig beint í hjartastað. Hann er sjálflærður og verkin hans eru abstrakt og flest eiga það sameiginlegt að vera ótrúlega litrík sem heillar mig. Þið getið kíkt á instagram síðuna hans @michaelbondart og séð betur þessi ótrúlega fallegu verk.

Ég þekki það ekki hvernig það er að fjárfesta í listaverki frá hinum megin á hnettinum – en falleg eru þau! Ef þið lumið á spennandi íslenskri myndlist skiljið endilega eftir athugasemd, það er alltaf gaman að uppgötva nýja hæfileika.

     

 // Fylgist einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

FALLEGT HEIMILI : MEÐ FISKIBEINAPARKET & MARMARA

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Jóhanna

  20. August 2018

  sæl og blessuð

  ég er innilega sammála þér með þessar myndir, þær eru mjög fallegar og litirnir einfaldlega frábærir. Ég er búin að senda fyrirspurn á hvort þau sendi til Íslands. Svo veit ég reyndar ekkert hvað þetta kostar…….

  • Svart á Hvítu

   21. August 2018

   Æðislegt! Spennandi að heyra um verð og hvort svona sé sent til Íslands – þau eru algjör draumur þessi listaverk:)