fbpx

LÍTIL & SMART 60 FM RISÍBÚÐ

Heimili

Hér er á ferð hrikalega hugguleg 60 fm íbúð í risi þar sem vel hefur verið hugað að hverju smáatriði. Svefnherbergið er sérstaklega fallegt með veggfóðruðum fataskáp sem gerir herbergið svo hlýlegt, en það er sniðug lausn að nýta skápahurðar líka í litlum herbergjum eins og þessu. Birtan flæðir inn um þakglugga og plöntur skreyta hvert horn. Kíkjum í heimsókn –

Myndir : Alvhem

Litli garðskikinn er algjört æði með luktir hangandi í trjánum sem skapa góða stemmingu. Fyrir áhugasama um veggfóðrið í svefnherberginu og á sjónvarpsveggnum þá fæst samskonar hjá Sérefni hérlendis í miklu úrvali – svo smart! Er einmitt að íhuga að veggfóðra smá í einu herbergi hér heima…

LITRÍKT Í MÁVAHLÍÐ HJÁ HÖNNUÐI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Linda

    8. August 2020

    Hæhæ – veistu hvaðan borðstofustólarnir eru? Rosa fallegir :)