fbpx

FALLEGT HOLLENSKT HEIMILI

Heimili

Það er vel við hæfi að birta myndir af hollensku heimili í dag þar sem að ég var að dásama hollenskan stíl í gærkvöldi. Það er eitthvað við þennan stíl sem er svo æðislegt. Leyfum myndunum að tala…

12346

Tomado vegghillurnar sjást á mörgum hollenskum heimilum, klassísk hollensk hönnun frá 1950.

7

Það sem er oft einkennandi á hollenskum heimilum er endurnýting á gömlum við, eflaust innblásið frá einum af þeirra frægustu hönnuðum, Piet Hein Eek sem sló í gegn árið 1990 með útskriftarverkefni sitt frá Design Academy Eindhoven, það var skápur gerður úr bútum úr afgangsvið. Síðan þá hefur hann hannað heilu línurnar af mjög fallegum húsgögnum úr afgangsvið. Ég verð þó að fá að nefna að ég hefði valið aðra mynd á vegginn og sett þessa mynd á ganginn eða í svefnherbergið í staðinn.

10

Flott eldhúsinnrétting með góðu skipulagi.

811

Það er ótrúlegt að ég eigi ekki þessa grind því ég var lengi vel með hana á heilanum, hollensk hönnun –Dish bunny washing up rack. Ég gerði tilraun til að finna hana á netinu núna en hún virðist vera uppseld allsstaðar, mögulega þá hætt í framleiðslu?

1214 1315

9

Myndir frá vt wonen.

Mjög fallegt heimili og persónulegur stíll, hollendingarnir eru nefnilega alveg með þetta þegar kemur að hönnun og heimilum. Ég ætla að sýna ykkur nokkur hollensk heimili í viðbót á næstu dögum, við skulum aðeins hvíla þessi sænsku í bili;)

x Svana

DIY : HNÍFAR & FJAÐRIR

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Rósa

    24. March 2015

    Veistu nokkuð hvaðan hvíta fatasláin í svefnherberginu er?

  2. Andrea

    24. March 2015

    Hæhæ – veistu nokkuð hvar ég gæti fengið svona fallegan plastdúk?

    kv. Andrea

    • Svart á Hvítu

      24. March 2015

      Ég hef ekki séð svona hvítan m.svörtum doppum hér heima, það eru þó einhverjir plastdúkar til hjá allt í köku (til doppóttir í lit), svo rúmfó og held bauhaus líka.
      Hinvegar eru til svona hvítir á netinu, ég prófaði að slá inn ‘polka dot vinyl fabric’ eða ‘plastic tablecloth with dots’…. prófaðu, þá t.d. etsy.com, ebay eða amazon:)
      -Svana

      • Andrea

        25. March 2015

        Takk kærlega!

  3. Sigga E

    24. March 2015

    Oh, ég elska hollensk heimili !

  4. Anna Sigurðar

    25. March 2015

    Persónulega meika ég ekki þessar myndir af börnum húseiganda í yfirstærð á veggjum heimila, ekki í stofum, ekki á baðherbergjum, ekki á gönngum, verst finnst mér þegar búið er að setja börnin á striga….vil taka það fram að ég er móðir sjálf….smá verið að ala upp litla narsisista…

    • Svart á Hvítu

      26. March 2015

      Hahahah já börnin á striga… það var nú svakalega mikið í tísku fyrir ekki svo löngu síðan:) Finnst þessi mynd sæt, en hefði haft hana í litlum ramma inni í svefnherbergi, þessi er OF stór!