fbpx

STÍLLINN: ELEGANS & LÚXUS

Fyrir heimilið

Veturinn er rétt handan við hornið og kósýstundum innandyra fer fjölgandi. Ég er búin að vera í miklum tiltektargír undanfarna daga og skrifa lista yfir hluti – eiga – geyma – henda, mig einfaldlega langar ekki lengur að hafa allar skúffur og skápa yfirfulla af dóti sem ég veit varla af. Ég veit ég hef nefnt það áður, fyrir löngu síðan í rauninni en núna er að styttast í að ég haldi veglega bílskúrssölu. Vá ég finn strax fyrir léttinum sem það verður að losna við dótið. Ég er þó svo mikill safnari að ég verð líklega ekki lengi að sanka að mér nýjum hlutum haha. Ég tók saman nokkra fallega hluti til að deila með ykkur, með lúxus yfirbragði. Ég ætla að stelast til þess að segja ykkur frá einu, en á myndinni má finna einn hlut sem þið gætuð mögulega unnið á næstu dögum….

1. Fun Mother of Pearl ljós, Verner Panton. // 2. Iittala Aarre vegghanki. // 3. Teikning eftir Rakel Tómasdóttur. // 4. Ghost sófi frá Gervasoni. // 5. Fallegt glerglas, Kokka. // 6. Leimu borðlampi frá Iittala. // 7. Gylltur blómavasi, Winston Living. // 8. Blómapottur með göddum, Winston Living. // 9. Falleg gólfmotta úr ull, Winston Living.

Þið megið alveg byrja að krossa fingur – þessi verðlaun eru algjör draumur!

ÍSLENSK DRAUMA JÓL Í IKEA ♡

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. María Sigurborg

    24. October 2017

    Ómæ mig dreymir um ljósið eftir Verner Panton ?

  2. Hilmar

    24. October 2017

    Leimu lampi frá Iittala ;)

    • Svart á Hvítu

      24. October 2017

      Haha úbbs, þarna var ég greinilega ennþá að hugsa um Taika stellið sem ég var að skoða í dag!!

  3. Birna

    24. October 2017

    Svo fallegt og fínt ?

  4. Guðrún

    24. October 2017

    Iittala Aarre vegghanki

  5. Benedikta Brynja

    24. October 2017

    Læt mig dreyma ;)

  6. Þórunn þórisdóttir

    24. October 2017

    Ég óska mér………….

  7. Sigrun

    24. October 2017

    Þarna er sitthvað fallegt…..

  8. Guðríður

    25. October 2017

    Er komin í draumalandið ?

  9. Linda

    25. October 2017

    Spennandi?

  10. Sigrún

    27. October 2017

    Spennó dásemdar vörur