fbpx

MEÐ LEIKFIMIHRINGI Í STOFUNNI & FALLEGT GRÆNT ELDHÚS

Heimili

Sunnudagsheimilið er fallegt eins og þau gerast best. Við höfum líklega mörg séð myndir af þessu hrikalega smart græna eldhúsi á vafri okkar um Pinterest en heimilið í heild sinni hef ég ekki séð fyrr en nú. Stíllinn er afslappaður og skandinavískur – leikfimihringir í stofunni og mikið af persónulegum munum sem gefa heimilinu þennan skemmtilega sjarma. Ég hef reynt að sannfæra minn mann um leikfimihringi í loftið fyrir soninn, vá hvað honum finnst gaman að leika sér í svona. En hingað til hef ég ekki unnið samræðurnar – sumir eru víst ekki hrifnir af þeirri hugmynd að bora í loftið sem var haft mikið fyrir að gera svona fínt haha.

Eigið dásamlegan sunnudag – mínum verður varið í barnaafmæli og fullt hús af gestum! Ljúfa líf ♡

 

Þessi mynd! Teppið er með því allra girnilegasta sem ég hef séð, þarna sjást einnig leikfimihringirnir sem eru ekki bara skemmtilegir fyrir krakka, heldur líka dálítið smart og gera heimilið meira spennandi.

Flottur myndaveggur!

Dásamlegt grænt eldhús með marmaraborðplötu og gylltum krana. Fullkomin samsetning.

Myndir : Elle Decoration

Ég er skotin í þessu heimili! Hér gæti ég búið ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

NORDSJÖ LITUR ÁRSINS 2020 // TRANQUIL DAWN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Jóhanna

    15. September 2019

    Ég mæli með fimleikahringjum fyrir öll heimili! Er með hringi á ganginum hjá mér, krakkarnir gera ótrúlegustu æfingar í þeim og svo er fyrirtak í matarboðum að sjá hvað fullorðnir gestir taka upp á að gera :)