fbpx

NORDSJÖ LITUR ÁRSINS 2020 // TRANQUIL DAWN

Fyrir heimilið

Þá hefur sænski málningarframleiðandinn Nordsjö tilkynnt hver verður litur ársins 2020 og er það liturinn Tranquil Dawn, hann er gullfallegur og mjúkur, grágrænn litur sem innblásinn er af morgunskýjunum. Ég er spennt að mála heima með þessum lit, algjörlega æðislegur. Fyrr í dag birtist einmitt trendspá hjá Trendnýtt fréttasíðunni okkar þar sem spáð var að myntugrænn yrði litur næsta árs, en í lok árs kemur Pantone litakerfið til með að tilkynna lit ársins 2020.

“Í upphafi nýs áratugar var litateymið hjá Nordsjö, Sikkens og hinum systurfélögunum með hugann við nýtt upphaf og möguleikann á að leggja rækt við hið jákvæða og mannlega í nánasta umhverfinu. Nýi liturinn heitir eftir dagrenningunni sjálfri; TRANQUIL DAWN. Hann er dempaður, grágrænn litur sem minnir á friðsemdina og breytilega tóna við dögun. Fagur og ljúfur.”

“Tranquil Dawn er liturinn sem gengur í gegnum allar fjórar litapalletturnar – sem við kynnum bráðlega. Þær endurspegla alþjóðlega þróun í litaumhverfinu, hvort sem er af tískupöllunum eða í hönnun og arkitektúr. Þannig eru litirnir 37 blanda af ljúfum og áherslumeiri, skapandi tónum.” Nordsjö – Sérefni. 

Myndir : Nordsjö

Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég skoðaði litapallettuna hjá Nordsjö að hún á mikið sameiginlegt með mínu heimili, bleikt eldhúsið, fjólublátt í forstofunni, og grænt svefnherbergið. Tranquil Dawn er mögulega ekki svo ólíkur litnum hans Bjarts sem er framleiddur af Sérefni og valinn af mér fyrir herbergi sonar míns. Næsta verkefni er að prófa nýja litinn og sýna ykkur ♡

Ég er virkilega ánægð með þetta val, hvað finnst ykkur?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

FALLEG BARNAHERBERGI HEIMA HJÁ LISTAKONU

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Katrín Ýr Magnúsdóttir

    11. September 2019

    Æðislegur litur! Virðist einnig vera líkur Misty le havre – a.m.k. í dagsbirtunni heima hjá mér. ? Spurning hvort maður eigi að breyta… ?

    • Svart á Hvítu

      11. September 2019

      Já sammála! þetta er einhverskonar blanda sem ég er mjög spennt að sjá með eigin augum!
      Haustið er amk tími breytinga;) Ég er sko til! haha