fbpx

TRENDNÝTT

 • Flokkar

 • ER ÞETTA ER LITUR ÁRSINS 2020?

  Á ári hverju velur Pantone Color Institute lit ársins og hefur valið mikil áhrif á tísku og hönnunariðnaðinn. Eftir bleikan, fjólubláan og ferskjulitaðan þá spáir WGSN (World’s Global Style Network) því að litur ársins 2020 verði nýr pastel litur – NEO MINT.

  Samkvæmt trend-sérfræðingum þá er valið á myntu grænum komið til þar sem liturinn sameinar náttúruna við tækni og vísindi – málefni sem eru í miðpunkti í sambandi við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í loftlagsmálum.

  Þá er talað um að þessi ferski litur sé ekki kyndbundinn (e. gender-neutral). Liturinn er nú þegar orðinn nokkuð áberandi í tísku og hönnunarheiminum.

  Mun þessi myntugræni litur fá pláss í þínum fataskáp árið 2020?

  Eða inná heimilið?

  //TRENDNÝTT

  HVERJIR VORU HVAR: GLÓ OPNAR AFTUR Á ENGJATEIG

  Skrifa Innlegg