fbpx

FALLEG BARNAHERBERGI HEIMA HJÁ LISTAKONU

HeimiliList

Ég hef fylgst með sænsku listakonunni Emilia Ilke í dágóðan tíma og því er sérstaklega ánægjulegt að fá að kíkja í heimsókn á fallegt heimili hennar sem staðsett er í gömlum skóla í útjaðri Stokkhólms. Listaverk Emiliu prýða alla veggi og gefa því persónulegan sjarma og stærðarinnar gluggar ásamt ljósum veggjum gera heimilið svo bjart og opið. Skemmtilegast þykir mér að skoða smáhlutina og hvernig þeim er raðað saman í grúppur hér og þar um heimilið. Svo smart!

Kíkjum í heimsókn –

Myndir // Elle Decoration – Andrea Papini. 

Fyrir áhugasama þá má lesa viðtalið í heild sinni hér.

Sjáið hvað barnaherbergin eru falleg með listaverk á veggjum og allt í barnahæð, alveg dásamlegt en þannig á þetta auðvitað að vera í herbergjum barnanna. Ég held ég láti loksins verða að því að kaupa mér plakat eftir Emilie, ég er hrifin af þessum stílhreina stíl og verkin eru ekki bara frumleg heldur líka smart.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

UPPÁHALDS VERSLUN - SEM ÉG HEF ALDREI HEIMSÓTT

Skrifa Innlegg