fbpx

BLEIK & FALLEG STOFA

Heimili

Hér er það stofan sem heillar mest en þó er heimilið allt afskaplega fallegt. Stofan er bara eitthvað svo skemmtilega látlaus ef svo má kalla, ófrágenginn sófi og húsgögn úr öllum áttum. Toppurinn er líklega fallegi grábleiki liturinn sem prýðir veggina og gerir stofuna alveg extra djúsí og sæta. Ég sjálf fékk nú bara “leyfi” til að mála bleikt í anddyrinu á okkar heimili með Svönubleikum lit úr Sérefni en hefði ég haft þessar myndir mér til stuðnings hefði ég kannski fengið að mála stofuna alla? Söderhamn sófinn sem hættir aldrei að ásækja mig, hann hreinlega er að grábiðja mig um að kaupa sig. – Jú ég er nefnilega ennþá í sófaleit og ætla aldeilis að leyfa ykkur að fylgjast með þeirri góðu leit.

En að máli málanna, kíkjum á þessa fegurð –

Mikið er þetta skemmtileg stofa, með þrjú ólík stofuborð, púða úr öllum áttum, ólíkar plöntur og flott listaverk á veggjum.

Listaverkin á veggjunum á þessu heimili heilla mig mikið ásamt þessari góðu blöndu af antík við klassíska hönnun. Þungt viðarborðið kemur vel út með Ton armstólnum, HAY pinnastólum og Y stólnum. Allt gjörólíkir stólar en passa vel saman þar sem allir eru þeir viðarlitaðir.

Myndir via Bjurfors 

Skemmtilegt heimili hér á ferð, takið eftir að það eru um 14 pottaplöntur ásamt afskornum blómum á víð og dreif sem skapar svona fallegt yfirbragð. Litavalið er einnig sérstaklega fallegt og afslappað, ég gæti að minnsta kosti vel hugsað mér að búa hér.

BÚSTAÐURINN : NOKKRAR MYNDIR

Skrifa Innlegg