fbpx

SMARTLAND SPJALL

MAGAZINETREND

Smartland spurði mig út í haustið á dögunum …
Ég talaði um útvíða trendið sem hefur verið mis vel tekið af Íslendingum. Sitt sýnist hverjum.

smartland

Hvernig er haust­tísk­an 2015? 

Kápa, t-shirt, leður­stíg­vél og klippt­ar bein­ar galla­bux­ur gæti verið góður ein­kenn­is­bún­ing­ur ef við vilj­um vera „safe“ um að fylgja nýj­ustu tísku­straum­um. Útví­tt mun festa sig í sessi – það hef­ur tekið tíma en ég held að fleiri og fleiri muni taka þátt í trend­inu þetta haustið. Þar ættu strák­arn­ir jafn­vel að fara að detta inn líka, en ég hef trú á að það muni þó drag­ast ör­lítið.

834743

Nú eru föt­in að víkka svo­lítið. Hvernig er best að setja þau sam­an?

Það þarf að sníða þetta útvíða lúkk aðeins eft­ir hæð og vexti. Þegar ég fer til dæm­is í útvíðar bux­ur þá para ég þær með hærri skóm (támjó­um þetta haustið) og aðsniðna skyrtu við létta lausa kápu. Þegar ég svo tek overs­ized skyrt­una á næsta level þá held ég mig ennþá við niður­mjótt buxnasnið. Stúlk­ur sem eru hærri í loft­inu gætu látið allt annað lúkk ganga upp. 

 


Fleiri spurningar og svör og viðtalið í heild finnið þiðHÉR

Góða helgi kæru lesendur!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

TIGNARLEGT TREND FYRIR HAUSTIÐ

Skrifa Innlegg