fbpx

JÓLASVÖR Á SMARTLANDI

LÍFIÐMAGAZINE

English Version Below

Ég sit fyrir svörum hjá Mörtu Maríu á Smartlandi í dag þar sem ég fer yfir jólatrendin í ár ásamt því að koma inn á mínar jólagjafaóskir og hátíðarhefðir sem við fjölskyldan höfum skapað saman síðustu árin. Ég fékk leyfi til að birta smá brot af viðtalinu hér á blogginu –

 

„Jóla­tísk­an er meira spenn­andi að því leit­inu að maður leyf­ir sér að fara út fyr­ir boxið í vali á klæðnaði. Yfir hátíðirn­ar dreg ég fram pallí­ett­ur og nota þær óspart og hvet les­end­ur mína til að gera slíkt hið sama. Pallí­ett­ur passa líka svo vel við aðrar jóla­skreyt­ing­ar.

Á jól­un­um eru þó þæg­ind­in stór þátt­ur þar sem manni vill líða vel í hátíðargírn­um á meðan ára­mót­in eru aðeins ýkt­ari í klæðavali. Þegar maður sest með tás­urn­ar upp í loft eft­ir ljúf­fenga máltíð þá verður maður þakk­lát­ur fyr­ir þæg­inda­valið.

Tísk­an í dag hent­ar þar ein­stak­lega vel – bundn­ir kjól­ar (kimon­ar) eru til dæm­is vin­sæl­ir og þá má nota sem jóla­kjól og losa svo um mittið eft­ir mat­inn. Þá virka sam­fest­ing­ar alltaf vel ef sniðið er rétt. Mæli til dæm­is með ein­um góðum frá AndreA Bout­iqe sem er virki­lega vel heppnaður,“ seg­ir Elísa­bet.

„Jóla­lit­ur­inn, rauður, hef­ur aldrei verið vin­sælli en ein­mitt núna og ég tek þátt í því að klæðast hon­um óspart. Þetta verða því lík­lega rauðustu jól­in í lang­an tíma hvað klæðaburð varðar en ég óska eft­ir hvít­um snjó á göt­urn­ar á sama tíma.“

Ertu þessi týpa sem ert glans­andi fín á jól­un­um? 

„Ég fer milli­leiðina, klæði mig og börn­in mín upp í jóla­dress (fínni klæði) en tím­inn er naum­ur þegar huga þarf að mat og börn­um. Ég enda því oft­ast á að setja hárið í snúð í flýti og læt mér nægja að fela baug­ana og setja rautt á var­irn­ar. Við fjöl­skyld­an erum bara fjög­ur í sænska kot­inu okk­ar og því er stemn­ing­in eft­ir því – við erum fljót að skipta yfir í nátt­föt­in þegar þau hafa verið opnuð úr ein­hverj­um af jólapökk­un­um.“

Ef þú mætt­ir velja einn fylgi­hlut sem ger­ir krafta­verk, hvað mynd­ir þú velja?

„Eyrna­lokk­ar hafa verið sá fylgi­hlut­ur sem hjálp­ar mér við að gera ein­falt dress meira næs – set­ur punkt­inn yfir i-ið. Þó eru sólgler­augu lík­lega minn besti fylgi­hlut­ur – þau hafa bjargað mér ansi oft og það er mis­skilng­ur að þau séu ein­göngu ætluð sum­ar­tím­an­um. Ég óska mér þeirra oft í jóla­gjöf sem sum­um finnst skrít­in ósk í des­em­ber.“
Takk fyrir mig Smartland. Lesið viðtalið í heild sinni: HÉR
//

The Icelandic newspaper MBL interviewed me about the Christmas trends and my kind of Christmas. I don’t have the time to translate so you have use the help of Google Translate to understand more.

 

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMA: IKEA NÝJUNGAR

Skrifa Innlegg