fbpx

GULLFALLEGT HEIMILI MÖRTU MARÍU & FJÖLSKYLDU

Íslensk heimili

Ein smartasta kona landsins – Marta María býr hér ásamt fjölskyldu sinni í Fossvoginum og þvílík veisla sem þetta heimili er fyrir augun. Hér má sjá fallega hönnun í bland við íslenska list og antík muni, speglaklæddir efri skáparnir í opnu eldhúsinu setja mikinn svip á heimilið ásamt litríkum stólum eftir Arne Jacobsen í bleikum og bláum litum sem mætti segja að séu einkennandi litir fyrir stílinn hennar Mörtu Maríu sem þykir eftirsóttur. Heimilið er dásamlega vel innréttað, með auga fyrir smáatriðum og á sama tíma persónulegt, bækur fá sín hér notið með áhugamálum þeirra hjúa,  – myndir af börnunum og jafnvel skopmynd á veggnum ef vel er að gáð.

Fyrir áhugasama þá er þetta einstaka heimili nú til sölu og má hér finna allar frekari upplýsingar – 

Opið eldhúsið er vel hannað með veglegum vinnuskáp með rennihurðum þó svo mér sýnist lítið um ólekkera hluti sem betra væri að loka inni í skápum.

Alvöru borðstofuborð með snúningsdisk sem kemur sér vel í matarboðum – en Marta María er mikill ástríðukokkur og hefur gefið út ansi ljúffenga matreiðslubók.

Speglaklæddir skápar eru frábær lausn þegar eldhúsið er opið inní stofuna og kemur einnig inn með smá glamúr.

Það má vel sjá að húsráðendur eru með ansi gott auga fyrir smáatriðum og list.

Áhugaverðar bækur, falleg hönnun og plöntur – hér er án efa gott að sitja í lok dags.

Gullfallegt heimili þar sem allt er svo vandað og lekkert. Myndirnar tók enginn annar en Gunnar Sverrisson af sinni einskæru snilld. Ég get skoðað þessar myndir aftur og aftur og alltaf fundið til eitthvað nýtt sem heillar. Er það nokkuð bara ég eða eruð þið líka spennt að sjá hvernig fjölskyldan mun koma sér fyrir á sínu næsta heimili? Eitthvað verður það! ♡

KLASSÍSK HÖNNUN : MONTANA WIRE

Skrifa Innlegg