LINDEX OPNAR NETVERSLUN

SHOP

Ég vaknaði við góðar fréttir frá vinum mínum í Lindex þennan daginn sem nú ætla að opna á netverslun fyrir landsmenn alla. Mér finnst tilvalið að deila fréttunum í bloggi dagsins enda er ég sjálf, og sérstaklega eftir að ég varð móðir, mjög dugleg að versla á netinu bæði fyrir mig og ungana mína. Nú síðast pantaði ég þessi fínu Lindex föt á Manuel minn þegar ég fór á milli netverslana og græjaði haustklæði á gengið – þægindin uppmáluð að fá flíkurnar keyrðar upp að dyrum nokkrum dögum síðar og hentar vel fyrir upptekið fólk sem situr hvort sem er við tölvuna í vinnu.

Nú fyrst verður auðvelt að versla úr sófanum! Til hamingju með þetta sænsku snillar. Netverslunin opnar klukkan 12:00 á íslenskum tíma. Á sama tíma og þessi póstur er tímastilltur ;)

Þessar flíkur eru á mínum óskalista fyrir haustið. Allt sem er rautt rautt finnst mér vera fallegt og ég hefði getað valið svo miklu miklu fleiri flíkur til að setja hér að neðan en þetta er topp 10 listinn.

Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FÖRÐUN & DRESS HELGARINNAR

FÖRÐUNLÍFIÐOOTD

Vá hvað það var gaman um helgina! Það var svo gaman á Secret Solstice með uppáhalds fólkinu mínu. Ég tók reyndar ekki margar myndir en langaði að deila með ykkur nokkrum.

 

 

 

 

 

 

Förðun helgarinnar var mjög einföld en mig langaði bara að gera eitthvað einfalt því ég var að klára vinnutörn og var einfaldlega ekki að nenna að gera meira haha.

Augnhár: Misha frá Koko Lashes

Varir: Velvet Teddy frá Mac og Kimberly frá Kylie Cosmetics í miðjuna

Augu: Ég gerði létta skyggingu og setti Nyx Lingerie krem augnskugga í litnum Sweet Cloud (nr.01) yfir allt augnlokið og Nyx pigment í innri augnkrók,nr.20. Síðan bara smá eyeliner við augnhárarótina.

Dressið var líka mjög einfalt og ég var mjög þakklát þegar rigningin kom að vera í regnjakka

Peysa: 66°North

Regnjakki: Lindex

Veski: Vero Moda

Skór: Adidas

 

Endalaust gaman um helgina en núna er önnur vinnuvika hafin og ég á leiðinni til San Fran..

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

BAKVIÐ TJÖLDIN: LINDEX UNDIRFÖT OPNAR Á MORGUN

LÍFIÐNEW INTÍSKA

Lindex bauð mér í heimsókn í glænýju undirfataverslun Lindex sem opnar á morgun á Laugavegi 7. Í búðinni fæst undirfatnaður, sundfatnaður & snyrtivörur. Úrvalið af nærfötunum er mikið & geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, einnig er hægt að fá mælingu & auðveldar það gríðarlega kaupin – enda er mikilvægt að vera í réttri stærð svo manni líði vel.

Ég kolféll fyrir blúndu toppunum enda hef ég alltaf verið mikið fyrir blúndur… Svo er úrvalið af sundfötunum alveg æðislegt!

Búðin opnar á morgun föstudaginn 19.maí á Laugavegi 7 kl 12:00 – en fyrstu 50 gestirnir fá 5.000 kr gjafakort & næstu 100 fá 3.000 kr gjafakort! Það var ótrúlega gaman að koma & sjá úrvalið & undirbúninginn fyrir opnun..

Takk fyrir mig Lindex & til hamingju með nýja glæsilega búð! Ég mæli eindregið með að þið kíkjið á úrvalið á Laugavegi 7.

x

Fallegur blúndu toppur – ástfangin af þessum. Þessi fékk að koma með mér heim…æðislegur Þessi litur er æðislegur.. og blúndan alltaf í uppáhaldi! Mikið úrval af fallegum sundfötum í nýju undirfatarbúð Lindex.
Summer vibes.
Snyrtivörur fást einnig í Lindex á Laugaveginum..En þær eru allar Cruelty Free & næstum allar Vegan.  Í undirfatabúð Lindex á Laugaveginum fást einnig aukahlutir..
Þjónustuborðið…
Allt að verða tilbúið fyrir opnuna á morgun..

Takk fyrir mig Lindex!

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

HEIMSÓKN: LINDEX SHOWROOM

HEIMSÓKNSHOP

Heimsóknir í showroom eða til áhugaverðra fyrirtækja er liður sem þið lesendur mínir kunnið alltaf að meta. Heimsóknirnar færa okkur nær hönnuðum eða fyrirtækjum og búa til persónulegri nálgun á þeirra verk. Sú nálgun er að mínu mati mun betri en þegar línurnar eru sýndar á fyrirsætum í auglýsingum eða á tískupöllunum.
Ég finn að þið eruð sammála miðað við þau komment sem ég hef fengið.

Jæja …
Lindex lofar góðu miðað við það sem ég sá og snerti í heimsókn minni í sýningarherbergið í Stokkhólmi. Jess!! Þið fylgduð mér mjög mörg í beinni í gegnum Story á Trendnet og á mínu persónulega Instagram aðgangi. Það var skemmtileg upplifun fyrir alla því þannig gat ég sýnt ykkur það sem óskað var eftir og svarað spurningum fljótt og örugglega – skemmtilegt.

Ég “babblaði” eitthvað við myndavélina, sagði ykkur meðal annars frá frábærri nýjung sem féll vel í kramið já mörgum, þar á meðal mér. Lindex gefur gömlum flíkum nýtt líf með því að endurhanna úr efnum sem annars myndu fara í ruslið. Ég var til dæmis alveg sjúk í gallabuxurnar sem eru einfaldar en með línu á hliðinni sem setur punktinn yfir i-ið. Komnar á minn óskalista! Ég mátaði líka nokkrar flíkur og sýndi hvernig má nota þær á mismunandi vegu eftir tilefnum. Eitthvað sem mér finnst mikilvægt að hugsa út í þegar ég fjárfesti í nýjum flíkum – notagildið. Annars drakk ég líka heitt kaffi og spjallaði við indælar stúlkur sem þarna unnu um hvað koma skal hjá Lindex.

Þetta fékk ég svo að sjá og snerta –

//

I went on a little road trip and visited the Lindex showroom in Stockholm. I had a nice time, tried out some selected items from the summer collection, drank a little coffee and had a chat with the friendly girls working there. A lot of my readers followed me on Story on the Trendnet Instagram (@trendnetis).

I was impressed by the collection and my favorite was the recycled clothes. They have made some items from the fabrics that would normally be thrown away. Great move by Lindex! Here you have pictures –

 

Processed with VSCO with f2 preset

Blúnda og statement eyrnalokkar – sumarið er klárt!

Processed with VSCO with c1 preset

Stúlkurnar sem tóku á móti mér í sýningarherberginu voru voða ánægðar með hnútinn sem ég batt á þennan gegnsæa kjól. Þannig er hægt að poppa hann upp og niður eftir skapi –

 

Processed with VSCO with c1 preset

Litir og falleg print –

 

Processed with VSCO with f2 preset

Ég var næstum búin að ræna þessari með mér heim … þunn og dásamleg fyrir góða veðrið í sumar en í dag myndi ég klæðast henni yfir rúllukragabol –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with f2 preset

 

img_2966

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Útskrift í vor? Boð í brúkaup í sumar? Ljósbleik blúnda frá toppi til táar fær mitt samþykki –

Processed with VSCO with f2 preset

Það er allt fallegra með smá glitri –

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Þessi vakti mikla athygli. Þegar ég sá hann fyrst þá hugsaði ég sandalar og hvítur sandur. En svo mátaði ég hann og þá kom í ljós að hann myndi líka henta sem hinn fallegasti samkvæmiskjóll –

Processed with VSCO with f2 preset

Gyllta hálsmenið er líka frá Lindex og er væntanlegt í vor. Punkturinn yfir i-ið –

Processed with VSCO with g3 preset

 

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Falleg þykk peysa með opnu baki. Hún mun koma í tveimur litum –

 

Processed with VSCO with f2 preset

Pífur á allt í sumar. Þessi kjóll gæti glatt margar –

Processed with VSCO with c1 preset

 

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Þetta lúkk er mikið ég. Ég var svo heppin að fá þessar buxur með mér heim – eeelska smáatriðið á skálmunum –

Processed with VSCO with c1 preset

Einfalt leðurveski sem fangaði auga mitt þegar ég sá hringinn sem býr til handfangið. Ykkur líka? –

Processed with VSCO with g3 preset

Langar –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Hér  sjáið þið nærmynd af þessum dásamlega kjól sem ég veit að yrðu svo góð kaup –

Processed with VSCO with c1 preset

Veldu nú það sem að þér þykir best? –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Takk fyrir mig Lindex // Tack snälla Lindex showroom.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

COPY/PASTE: NÝ Á MINNI ÖXL

COPY/PASTESHOP

13393385_10153800214352568_1797622537_n

Ég geng með nýja tösku á öxlinni þessa dagana … Hún minnir mig mjög á Chloé veski sem ég skoðaði í vor en ég er viss um mín sé einmitt hönnuð eftir þeirri fyrirmynd. Verðmunurinn er töluverður (og líklega gæðin líka), en mér finnst hún mjög ´ekta´ í útliti þó hún sé úr leðurlíki.
Tímalaus ný kaup sem ég er glöð að deila með ykkur.

 

 

 

503920720_1_bagfront

Chloé
Verð: 175.000 ISK
Price: 1.250 EUR

S0000007354953_F_W40_20150818094652Lindex
Verð: 4.995 ISK
Price: 24.95 EUR

 

 

//

I am wearing new minimalistic shoulder bag these days. I am sure that it was designed with Chloé bag as an inspiration – you agree?
The smooth imitation leather together with the golden metal ring give the bag a modern yet timeless finish.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SIENNA MILLER FYRIR LINDEX

FÓLKFRÉTTIRSHOP

English version below

Sienna Miller er nýtt andlit Lindex! Vel gert!

Ég féll fyrir leikkonunni í myndinni Alfie þar sem hún og Jude Law mynda eftirminnilegt par. Þau voru reyndar par í alvörunni líka en það er önnur og lengri saga ..

Sienna Miller hefur lengi verið þekkt sem mikil tískufyrirmynd og ég hef sjálf fylgst með hennar stíl í gegnum árin. Sumarlína sænsku verslunarkeðjunnar er innblásin af þessu boho-chic útliti sem passar fullkomnlega persónulegum stíl Siennu.

Myndirnar að neðan fanga léttleikan og geislandi gleðina sem virðist fylgja þessari flottu konu. 70s klæðnaðurinn kallar á sumarið … það er hérna einhverstaðar handan við hornið, ég þori að vona það!

SiennaHeartsLindex-2016-11  SiennaHeartsLindex-2016-6 SiennaHeartsLindex-2016-2 SiennaHeartsLindex-2016-10 Sienna Hearts Lindex4 Sienna Hearts Lindex2

.. og eitt að lokum. Þessi blússa má verða mín! Gæti svifið í henni inn í sumarið.

SiennaHeartsLindex-2016-31

 

//

Sienna Miller is the face of the Lindex spring 2016 campaign. I am impressed.
One more thing … I need this 70´s blouse in my summer wardrobe !!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

Annað dress, kasúal miðvikudagur

Annað DressBiancoLífið MittVero Moda

Síðustu dagar hafa einkennst af miklum hraða, fjöri og nýjum tækifærum en ég byrjaði í nýrri vinnu í lok síðustu viku. Svo ég verð að biðjast afsökunar á fjarveru minni hér síðustu daga en þið kannski kannist mörg hver við svona að þegar maður byrjar í nýju starfi þá hverfur tíminn bara því það er svo mikið nýtt!

En í síðustu viku leið mér svo sannarlega eins og vorið væri að koma þó ég sé mögulega ekki alveg jafn bjartsýn í dag. En mig langaði að deila með ykkur dressi síðasta miðvikudags. Ég tók mig þá til til að fara að skoða nýju skólinuna frá Caroline Berg Eriksen í Bianco og ákvað að dressa mig svona kasúal fínt – þetta dress mun svo líka nýtast mér vel í vinnunni – ekta ég ;)

casualdress5

Peysa: Noisy May frá Vero Moda, peysan er því miður uppseld. Það sem ég elska þessa gersemi, hún er svo þétt í sér svo á fallegum og hlýjum degi þá er hún alveg nóg sem yfirhöfn – svona þegar maður er bara að stökkva útúr bíl inní búð eða Kringlu eins og á þessum degi hjá mér. Þessa hef ég notað mikið og ég mun nota mikið. Ég hef keypt mér nokkrar svona peysu-kápur ef svo má kalla inní Vero Moda og ég hef notað þær allar mikið og sérstaklega bara heima við á kvöldin þegar kuldinn lítur við í heimsókn.

casualdress6samsett

Skyrta: Noisy May frá Vero Moda, þetta er svona ein af þessum klassísku svörtu, gegnsæju blússum sem er svo gott að geta gripið í. Ég er nú enn með barn á brjósti svo mér finnst gott að vera í lausum skyrtum sem er þægilegt að hneppa niður og toga til þegar barnið krefst þess. Stundum líður mér eins og ég sé ókrýnd skyrtudrottning landsins þar sem ég klæðist þeim nánast á hverjum degi og síðasta talning var ansi há… En svona svartar skyrtur eru ómissandi í hvern fataskáp – ég á þrjár… ;)

Buxur: Seven frá Vero Moda, loksins, loksins, loksins! – fengum við ekta bláar gallabuxur úr þykku og þéttu ekta gallaefni. Mikið var ég búin að bíða spennt eftir svona gallabuxum inní VM og þær komu og það sem ég er búin að nota þessar. Ég átti engar ekta bláar gallabuxur – eða engar sem passa lengur alla vega.

casualdress4

Skór: Bianco, hjálpi mér þetta eru þægilegustu skór sem ég hef á ævi minni stigið fæti í! Ég bara bið ykkur vinsamlegast um að fara og skoða þessa skó betur því ég fer ekki úr mínum og kippi þeim alltaf með í vinnuna því þeir eru fullkomnir að hoppa í þegar ég er í ákveðnum verkefnum. Ég greip þessa með mér á Konukvöldið í Smáralind í síðustu viku og skipti í þá þegar líða fór á kvöldið sem var frábært svo mér leið svo vel í löppunum í öllum fráganginum eftir kvöldið – það er ekki alltaf þannig þegar maður er búin að vera á fullu í 6 tíma á gólfinu í Smáralind. Þessir eru á 9990kr og það liggur við að ég fari og kaupi hinn litinn af þeim líka!

casualdresshatt

Hattur: Lindex, mikið er ég búin að leita af svona fínum hatti og augu mín fönguðu þennan einn daginn þegar ég rölti um Kringluna. Ég labbaði beint inní búðina og keypti hann, hann passaði svona fínt og verðið skemmdi ekki fyrir – 3800kr. Svona hattar hafa að sjálgsögðu verið mjög áberandi í götutískunni undanfarið og það má með sanni segja að ég hafi fallið fyrir trendinu og tek nú fagnandi á móti því með þessu fallega höfuðfati!

Ég er voða mikið svona á venjulegum degi, þetta dress er mjög kasúal fyrir mig – gallabuxur, skyrta og peysa yfir. Svo á ég alls konar skyrtur og peysur til að skipta fram og til baka – þetta er dáldið minn stíll.

Erna Hrund

VIÐSKIPTAVINIRNIR UNDIRFATAMÓDEL

FÓLKINSPIRATION

English version below

Lindex er að fara skemmtilega leiðir í herferð sinni – BRA-VOLUTION. Herferðin snýst um að konur finni sér sinn eina sanna haldara á auðveldan máta.

6 viðskiptavinir urðu módel í einn dag og fundu sinn besta haldara. Arkítekt, hárgreiðslukona, hjúkrunarfræðingur og förðurnarfræðingur eru dæmi um hvað dömurnar gera í sínu daglega lífi. Á síðasta ári voru það starfsmenn verslana sem gengu í módel hlutverkið og núna eru það viðskiptavinirnir. Alls sóttu um 700 viðskiptavinir um að fá að vera með og af þeim voru 25 útvaldir og að lokum fengu 6 af þeim að vera módel í London í einn dag.

Þetta er skemmtileg leið að því leitinu til að það er mun auðveldara fyrir konur að sjá sig í undirfötunum heldur en þegar tágrönn ofurmódelin sitja fyrir. Þarna eru konurnar líka að velja sjálfar sína uppáhalds haldara, sem henta þeirra vexti og þeim líður vel með. Í þeim sitja þær síðan fyrir, ekkert fyrirfram ákveðið.

636b7909-7a8e-4ad7-b2b6-43ea0164cf72

Lindex-Bravolution-2016-Diana (480x640)4c110c02-ea00-4c43-98f2-e39869b4d10a

Ég hrósa sænsku snillingunum í Lindex fyrir þessa markaðssetningu – veita innblástur.
HÉR má sjá hvað fór fram bakvið tjöldin. Virkar eins og það sé létt yfir mannskapnum.

//

Lindex went unusual way in their campaign BRA-VOLUTION. Six of their customers became models for a day.
Great idea! The campaign is all about finding the right bra that fits you. The customers found their best bra and that is the bra they are wearing in the shoot.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

FLJÓT Í FÍNNI GÍRINN

LÍFIÐ

DSCF8367 (1)

Á föstudagskvöldið hafði ég stuttan tíma til að gera mig til og tók því á það ráð að smella í mig áberandi eyrnalokkum við svartan kjól sem ég klæddist sama dag. Bara það að henda hárinu blindandi upp í hnút, og setja í mig þessa ágætu lokka gerðu hversdagklæðnað að fínna lúkki.

Fyrir nokkru síðan talaði ég um áberandi eyrnalokka í vikulega tískubabli mínu í Fréttablaðinu. Áður hafði ég líka komið inná “einn í eyra” sem trend fyrir síðustu jól.
Þó það líði að nýjum jólum þá virðist ég enn vera að taka þátt í sama trendi. Smáatriði geta skipt sköpum –

photo 1 photo 2

Eyrnalokkar: Lindex Extended
Kjóll: Lindex

Vonandi áttuð þið gleðilega helgi.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ: LINDEX X GLAMOUR

LÍFIÐWORK

12071801_10153293741262568_136494078_n

Víða hafa verið birtar myndir frá glæsilegu boði Lindex og Glamour sem fram fór um nýliðna helgi. Um var að ræða fögnuð í tilefni af útgáfu glænýs október blaðs Glamour á sama tíma og nýjar haustflíkur fóru í sölu hjá sænsku snillingunum. Ég var á landinu vegna þessa og hjálpaði til við undirbúning á viðburði sem heppnaðist svona líka vel.
Myndavélin var með í för þó ég hefði sannarlega mátt vera duglegri að smella á takkann. Hér eru nokkrar til að deila með ykkur –

image_7
Bak við blaðið er ein frábær kona sem mætti fyrst og fór síðust –

image_8
Hildur Erla með myndavélina á lofti –

image_10 image_17

Ég hef fengið mjög margar fyrirspurnir um þetta ágæta dress eftir Instagram mynd sem ég birti af mér í því. Þessi póstur hefur því greinilega farið fram hjá einhverjum ykkar.

image_20
Með Nönnu minni –

image_21
Írena lét sig ekki vanta í veisluna –

image_22 image

Vinkonur. Þyri (til vinstri) fór ekki tómhent út –

image_2
Álfrún og Hildur frá Glamour –

image_3

Að fá að vinna með Lindex af og til er ómetanlegt. Það eru falleg hjörtu sem þar slá –

image_4 image_5 image_6
Í góðum félagsskap ritstjóra og fatahönnuðar. Þekkið þið hvaðan leðurjakkinn hennar Álfrúnar kemur?

image_9  image_12

Þessi sá um veitingar. Pís –

image_13

Litla systir ljúfa og góða –

image_14 image_15image_11
Öll betri boð bjóða uppá veglega gjafapoka –

image_16 image_18

Erna Hrund – Rósa María – Þórunn

image_19

Frábært kvöld!
Takk fyrir mig –

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR