fbpx

FRÁ TOPPI TIL TÁAR MEÐ LINDEX

DRESS

Eins og þið sem lesið bloggið mitt/fylgið mér á Instagram vitið, þá hef ég alla tíð verslað reglulega í Lindex, bæði á mig og börnin. Haust úrvalið hefur sjaldan verið betra og því ánægjulegt að fá að sýna ykkur þrjú dress frá toppi til táar, í samstarfi við sænska móðurskipið.

Hér að neðan er brot af mínum uppáhalds flíkum sem fást í búðum núna, linka á hverja flík fyrir sig finnið þið fyrir neðan myndirnar. Fötin fást svo að sjálfsögðu í verslunum Lindex í Kringlu og Smáralind.

Ég hef varla farið úr þessari dragt síðan ég keypti hana. Buxurnar eru í æðislegu sniði og ég tók jakkann í stórri stærð – nota saman og í sitthvoru lagi. Þið verðið ekki svikin.
Jakki: HÉR, Buxur: HÉR,  Kragi: HÉR

Beige er best? Peysan minnir mig á aðra sem ég á frá Lindex og hef notað i 12 ár (sama efni og svipað snið). Buxurnar eru uppháar í beinu sniði og verða mikið notaðar á aðventunni er ég viss um.
Peysa: HÉR, Buxur: HÉR

Ég elska elska þessar stuttbuxur sem ég keypti snemma í haust – þetta er flíkin sem þú þarft að sjá einhvern klæðast til að fatta fegurðina. Ég hef fengið margar fyrirspurnir um jakkann, enda æði.
Dúnjakki: HÉR, Stuttbuxur: HÉR .. Húfa: HÉR … svo verð ég að segja ykkur frá þessum stígvélum líka: HÉR

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

DRESS: STÚLKAN SEM STARIR Á HAFIÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arna Petra

    19. November 2021

    👏🏻👏🏻👏🏻😍