fbpx

DRESS: STÚLKAN SEM STARIR Á HAFIÐ

DRESS

Talandi um yfirhafnir …
Ég keypti mér fáa en góða hluti þegar ég tók viku í Barcelona á dögunum. Ég er sérstaklega ánægð með ullar kápu sem er úr samstarfslínu Pernille Teisbaek við Mango. Hugmyndin af flíkinni kom út frá vintage frakka af manninum hennar og ég tengdi mjög við það þar sem ég hef endrum og eins stolið (fengið lánað) sambærilegum frakka af Gunna. Nú ætti hann að geta notað sinn í friði því ég er virkilega ánægð með mína nýju flík. Fæst: HÉR

Er ég nokkuð ein um að elska þetta hús .. Hörpuna okkar allra? Verum plís dugleg að heimsækja þetta dásamlega hús, þarna er ekki bara listviðburðir og ráðstefnur, ég er líka nýlega búin að kynnast HNOSS frábærum veitingastað, Rammagerðin opnaði á dögunum og lítill fugl hvíslaði því að mér að margt meira spennandi sé í vændum innandyra fyrir jól – hlakka til.

Eigið góðan dag.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

YFIRHAFNIR Í ÖLLUM LITUM

Skrifa Innlegg