fbpx

TRENDNÝTT

LINDEX OPNAR Á SELFOSSI

KYNNING

Lindex opnar í dag stærstu verslun sína utan höfuðborgarsvæðisins á Selfossi

Lindex hefur nú opnað dyr sínar að stærstu verslun sinni utan höfuðborgarsvæðisins, á Selfossi á undan áætlun.  Verslunarrýmið sem telur um 800 fm. opnar með nýjustu innréttingahönnun félagsins en með þessu skrefi er tískuvörumerkið það eina sem starfar í öllum fjórum landshornum ásamt því að reka netverslun lindex.is.  Verslunin er sú 9. í röð verslana sem starfar hér á landi.

Hvítt og bjart útlit einkennir nýju verslunina

Lindex opnaði fyrstu verslun sína í Smáralind árið 2011 og þurfti raunar að loka fáeinum dögum síðar vegna vöruskorts.  Ásamt því að vera með 3 verslanir á höfuðborgarsvæðinu rekur Lindex verslanir á Akranesi, Suðurnesjum, Akureyri, Egilsstöðum, netverslun lindex.is og bætist nú Selfoss í hópinn.

 

 „Það er sérlega gaman að koma heim ef svo má segja og loka hringnum sem hófst í bílskúr hér á Selfossi.  Með 75 þús. kr. í startfé lögðum við af stað í ferðalag um landið og markar þetta tímamót að nú, rúmlega tíu árum seinna, skulum við vera að opna í okkar heimabæ, meðal vina og ættingja.  Sagt er að hver vegur að heiman sé vegurinn heim og við gætum ekki verið glaðari með að geta fagnað með fólkinu okkar á þessari hátíðarstundu en segja má að Lindex sé nú loks komið heim,“ -segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex.

 

Lindex hugðist opna formlega þann 7. ágúst en vegna samkomutakmarkana og þeirrar staðreyndar að verslunin var tilbúin fyrr en áætlanir sögðu til um var ákveðið að opna í dag. Trendnet óskar Lindex kærlega til hamingju með nýju verslunina sem okkur hlakkar til að heimsækja fljótt.

//TRENDNET

NÝTT FRÁ NEOSTRATA

Skrifa Innlegg