fbpx

TRENDNÝTT

Lindex opnar á Egilsstöðum – Helmingur bæjarbúa lagði leið sína í verslunina fyrsta daginn

FÓLKKYNNING

Fjöldi var saman komin við opnun Lindex Egilsstöðum þegar verslunin opnaði dyr sínar í hádeginu í gær. Greinilega var mikil eftirvænting í loftinu þegar talið var niður í opnun Lindex í fyrsta sinn á Austurlandi.
Þegar verslunin opnaði þá  mættu þangað um helmingur bæjarbúa og Fellabæjar sem telur tæplega 3.000 íbúa.

Nýja verslunin á Egilsstöðum er byggð upp með nýrri innréttingahönnun Lindex sem leit fyrst dagsins ljós við opnun verslunarinnar í London.  Hönnunin byggir á björtum litum með ólíkum litbrigðum hvítra lita í bland við svart og viðar sem gefur útliti verslunarinnar Skandínavískt yfirbragð.  Verslunin veitir því viðskiptavinum innblástur og einstaklega hlýlegar móttökur.

Trendnet óskar Austurlandi til hamingju með nýju verslunina sína  ..

Við erum himinlifandi yfir þessum móttökum sem fara langt fram úr okkar björtustu vonum.  Okkur óraði ekki fyrir að um helmingur bæjarbúa myndi koma til okkar fyrsta daginn!  Upphafið veit á gott framhald en við erum íbúum Fljótsdalshéraðs og Austfirðingum öllum gríðarlega þakklát fyrir að taka svona hlýlega á móti okkur,.segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

 Albert & Lóa, umboðsaðilar Lindex á Íslandi

Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 460 verslanir í 16 löndum og nú einnig á Egilsstöðum, Íslandi. 

//
TRENDNET

ÓMISSANDI KAUP Á TAX FREE DÖGUM: VIÐSKIPTAVINIR VEITA RÁÐ

Skrifa Innlegg