fbpx

TRENDNÝTT

ÓMISSANDI KAUP Á TAX FREE DÖGUM: VIÐSKIPTAVINIR VEITA RÁÐ

FÓLKKYNNING
Færslan er unnin í samstarfi við verslanir Hagkaupa 

Trendnet gerði sér ferð í Hagkaup  þar sem að nú standa yfir hinir vinsælu Tax Free dagar !
Við ræddum við tíu einstaklinga og forvitnuðumst hvaða vörur væru ómissandi hjá hverjum og einum viðskiptavin. Við fengum mörg skemmtileg og mismunandi svör en það var bæði verið að endurtaka kaup á vöru ásamt því að prófa nýjar. HÉR getið þið séð Instagram story highlight frá heimsókn í verslun.

Topp 10 á Tax Free dögum gefur okkur skemmtilegar hugmyndir – lesið lengra.

Fyrsti viðmælandi var Kristín Jónsdóttir en hún var að kaupa sér ilmvatnið Daisy Dream frá Marc Jacobs.

Hildur Lára Jónsdóttir mælti með bronzing gelinu frá Sensai en hún var líka að kaupa sér bláan maskara og augnskuggapalettu frá Shiseido. Seinast en ekki síst var hún að endurnýja ilmvatnið sem hún notar alltaf, Viva La Juicy frá Juicy Couture.

Dagbjört Sól fræddi okkur um vegan shampoo og hárnæringu frá Maui. Hún hefur ekki prófað það sjálf en Dagbjört hefur heyrt góða hluti og hlakkar til að sjá hvort henni líkar vel við merkið. Dabjört fékk sér líka maskarann Telescopic frá L’oréal og augabrúnabursta frá Arteco.

Arnheiður mælir með maskaranum ‘Lash Paradise’ frá L’oréal og augnháraprimer frá sama merki. Hún ætlar að fá sér nýjan beauty blender og prufa Hydro Boost hreinsinn frá Neutrogena.

Við Helena spjölluðum um CeraVe vörurnar en hún mælir með þeim og þá sérstaklega húðhreinsinum frá merkinu.

Erna sagði okkur frá tinted geli frá Bare Minerals sem hún elskar en hún var að kaupa túpu númer 2. Um er að ræða ‘Complexion Rescue’ frá Bare Minerals, go-to ef þú vilt ljóma segir Erna. Hún fjárfesti einnig í bronzing gelinu frá Sensai sem ansi margir ættu að kannast við.

Þóra keypti sér meik og maskara frá Sensai ásamt setting púðri frá GOSH. Púðrið er ‘mattifying’ og er því fullkomið fyrir olíukennda / shiny húð.

Við hittum annann einstakling sem talaði vel um CeraVe vörurnarKristrún hefur verið að nota húðkremið frá CeraVe og lofar öllu fögru. Hún sagði okkur einnig að hreinsirinn væri frábær og algjört ‘must have’.

Sveinn mætti á Tax Free til þess að kaupa sér nýtt rakspíra. Jean Paul Gaultier varð fyrir valinu.

Þá fengum við ráð frá sérfræðing í verslun en Rakel er að vinna í snyrtivörudeild Hagkaupa.  Hún sagði okkur hvað væri ómissandi og benti okkur á ‘under eye brightener’ frá Becca. Varan hefur verið að seljast upp á nokkrum klukkutímum og mælum við því með að gera sér ferð í Hagkaup og nýta Tax Free dagana í kaup á ‘must have’ vörum.

Trendnet þakkar viðskiptavinum Hagkaup Smáralind kærlega fyrir þátttökuna og að hafa gefið ykkur tíma til þess að segja frá ykkar uppáhalds vörum. Takk, takk, takk !

Tax Free dagar í Hagkaup standa yfir til og með 7. september. Trendnet mælir með að gera sér ferð og gera þar góð kaup á uppáhalds snyrtivörum eða jafnvel prufa nýjar ..

Happy shopping x

//
TRENDNET

PLASTLAUS SEPTEMBER

Skrifa Innlegg