fbpx

HALLÓ ÚR SÓTTKVÍ, KLÆDD Í NÁTTFÖT VIÐ HÆLA

SAMSTARFSHOP

Halló Ísland … já, það var alls ekki planið að koma heim yfir hátíðirnar en hér erum við nú, vonandi á síðasta degi í sóttkví. Ákvörðunin var tekin í miklu flýti þegar ástandið varð virkilega slæmt hinu megin við hafið þar sem við búum. Okkur fannst ekkert vit í öðru en að reyna að ná áramótunum hér í staðin fyrir að vera ein í Danmörku þegar ástandið er svona slæmt og öllu búið að loka. Hér heilsa ég úr íslenska hygge hellinum okkar, þar sem vel hefur farið um okkur síðustu daga, þó við séum í sóttkví og höfum því ekki náð að hitta fjölskyldu (nema tengdó sem er búinn að fá veiruna) og vini.

Færslan er unnin í samstarfi við Lindex á Íslandi

Sóttkví klæðnaður einkennist af þægindum númer 1 2 og 3, reyndar svipað og ég hef unnið með stærstan hluta af árinu. Ég er því ekki mikið að breyta út af vananum og örugglega margir sem tengja þar 2020.

Samstarf Emmu Von Brömmsen við Lindex kom í verslanir hérlendis og erlendis í vikunni. Um er að ræða vetrarævintýri eftir hæfileikaríka hönnuðinn Emmu sem er þekkt fyrir sín einkennandi munstur og form og hefur fengið mikið lof fyrir vinnu sína síðustu árin. Þessi sænski snillingur rekur verslun í Gautaborg, heldur úti bloggsíðu og Instagram reikning og það heillaði mig mjög þegar ég sá útkomu vinnu hennar fyrir Lindex. Samstarfið var unnið af ást á sænsku skógunum, sérstaklega vandað til vals á efnum sem eiga að lifa lengi og búa í fataskápum okkar um ókomin ár. Til að bæta punktinunum yfir i-ið þá rennur 10% af allri sölu til WaterAid, sem eru samtök sem berjast m.a. fyrir því að allir hafi aðgang að hreinu vatni og viðunandi klósettum.

Ég er stolt af því að klæðast mínum náttfötum í dag. Eins og áður minni ég á að náttföt þurfa alls ekki að vera notuð bara á nóttinni. Dags og nætur í mínum bókum –

Bláa einlita settið var efst á mínum óskalista, ég mun nota það svo mikið. Fæst: HÉR

Drauma kimono með dásamlegu munstri. Fæst: HÉR

Fatnaðurinn kemur sem sett, kimono, stuttar buxur, síðar buxur, munstraðar flíkur, einlitar flíkur … og á börnin – ef þið viljið vera í stíl við smáfólkið okkar. Alba er æst í að eignast eins og mamma sín, kannski læt ég það eftir henni, sjáum til.

 

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ÞÚ OG ÉG OG JÓL ..

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Arna Petra

  30. December 2020

  JÁ & ég er líka æst í að eignast eins! 😻

  • Elísabet Gunnars

   30. December 2020

   Hihi, þú og Alba … og líka litla frænka í magnum <3 það er líka á ungabörn