fbpx

TRENDNÝTT

FJÖLBREYTILEIKI Í UNDIRFATAHERFERÐ

FÓLKKYNNINGSJÁLFBÆR TÍSKA

Lindex fagnar fjölbreytileika kvenna í undirfataherferð vorsins, Trendnet kann vel að meta.

Lindex kynnir undirfatalínu vorsins með skilaboðunum ‘Love your breasts. We do’. Með herferðinni vill Lindex fagna fjölbreytileika kvenna og hvetja hverja konu til að elska sjálfa sig eins og hún er.

“Staðalímyndir hafa oft gefið fyrirframgefnar hugmyndir um það hvernig kvenmannslíkaminn á að líta út, þessu höfum við viljað breyta. Við viljum einfaldlega hvetja allar konur til að vera þær sjálfar og elska sjálfa sig eins og þær eru óháð stærð eða vexti” , segir Linda Olsson yfirmaður markaðsdeildar Lindex.

Löng saga Lindex sem undirfatafyrirtæki eða allt frá árinu 1954 hefur gefið því einstaka reynslu og þekkingu þegar kemur að hönnun, þægindum og gæðum undirfatnaðar en Lindex er markaðsleiðandi í sölu á undirfatnaði á Norðurlöndunum. Eitt af höfuðmarkmiðum Lindex er að efla og hvetja allar konur og er þessi undirfataherferð í takt við þau markmið.

Undirfataherferð vorsins hefst 27.jan, sjáðu myndband herferðinnar hér:
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=r50maXUoaoo]

//
TRENDNET

SÖGUFRÆGA GALLABUXNAMERKIÐ LEE Í SAMSTARF VIÐ H&M

Skrifa Innlegg