fbpx

NOTALEGT Í JANÚAR – JÁ TAKK!

LÍFIÐSAMSTARFSHOPSMÁFÓLKIÐ

Talandi um notalega náttsloppa þá var einn á listanum sem ég tók saman fyrir helgi sem ég féll sérstaklega fyrir. Um er að ræða slopp úr samstarfslínu Emilia Ilke fyrir Lindex, í línunni finnum við fallegar flíkur á fullorðna jafnt sem börn.


Emilia Ilke er sænskur listamaður sem er hvað þekktust fyrir sína handskornu fígúrur, lífleg form og mjúka liti. Með sínum skapandi verkum breytir hún hversdagslegum hlutum í litlar sögur sem gefa okkur innsýn í einstakan og listrænan heim. Ljósir tónar tala til mín en svo var G. Manuel sætur í  dökkbláu í stíl við mömmu sína um helgina. Þó fötin séu vissulega seld sem náttföt þá finnst mér þau ganga sem fínustu hversdagsklæði. Við mæðginin vorum ekkert að flækja þetta á sunnudegi og klæddumst “náttfötum” allan daginn.

Velkomin í heimsókn –

Sloppur úr þessu þykka gæðaefni (100% lífrænn bómull) sem hélt vel utan um mig í óveðrinu

Litla barnið mitt, ekki svo lítill lengur

Náttfötin sem G.Manuel klæðist fást einnig í fullorðinsstærðum

Mamma & Manu í stíl, elska svoleiðis

Vörurnar í samstarfslínunni eru framleiddar úr lífrænum trefjum og uppfylla GOTS skilyrði fyrir félags- og umhverfisleg viðmið í gegnum öll stig framleiðslunnar. Vottað af Alþjóðavinnumála­stofnuninni.

LÍNAN Í HEILD SINNI HÉR

Notalegur janúar, já takk.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

xx,-EG-.

 

Þarf ég að byrja að klæða mig strax?

Skrifa Innlegg