fbpx

Þarf ég að byrja að klæða mig strax?

SHOP

Það er þessi tilfinning sem ég fæ í byrjun nýs árs þegar ég hef  minni áhuga á að klæða mig upp, verð svo löt og þætti bara fínt að fá að vera á sloppnum allan daginn, ég vona að ég sé ekki ein þar? Ég held að tilfinningin komi frá yfirglamúrmánuðinum á undan, desember, sem gaf okkur fullt af tilefnum fyrir skvísulæti. Nú vil ég helst bara henda mér í þau þægindi sem hendi eru næst og ástandið í samfélaginu ýtir enn meira undir þá tilfinninningu.

Janúar hefur vissulega tekið betur á móti okkur Íslendingum sem margir hverjir byrja nýja árið í einangrun eða sóttkví. Undirituð byrjar fyrstu vinnuvikuna heima þar sem leikskóli einkasonarins er lokaður vegna covid smits … lífið!

 

Notalegt getur líka verið næs, ég hef auðvitað oft farið yfir það hér á blogginu en lesendur mínir vita vel að náttföt eru ekki það sama og náttföt fyrir mér. Þó ég deili kauphugmyndum af náttsloppum eða fatnaði með yfirskriftinni leti, þá gæti ég klæðst sama fatnaði síðar á árinu í allt öðrum tilgangi, með rauðar varir og háum hælum á götum Reykjavíkur, það birtir alltaf til.

Náttssloppur eða kimono er góð flík fyrir innipúka en hér að neðan eru nokkrir sem eru smá meiri lúxus og gefa því leyfi fyrir áframhaldandi notkun á öðrum vígstöðum –

TEKLA, sá sem ég sjálf klæðist þegar ég skrifa þessa færslu, ég á bleikan og ELSKA mikið, fæst í NORR11  og HÉR
Perluhvítur skósíður, Hjá Hrafnhildi, fæst: HÉR
Maja,  íslensk hönnun úr yndislegu efni, hér í bleiku og fæst: HÉR
HAY sloppurinn góði hefur oft komið fyrir á blogginu áður, dökkbrúnt er litur sem verður áberandi 2022. Fæst í Epal á Íslandi og HÉR
Stuttur með doppum frá Vero Moda, fæst: HÉR
Arket útsölusloppur sem ég sé eftir að hafa ekki gripið með mér í DK í síðustu viku, fæst: HÉR
Ljósgrár og geggjaður úr stífara efni en þessir hefðbundnu, frá H&M
Lindex X Emilia Ilke sloppur á mínum óskalista, fæst: HÉR

Happy shoppping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

VINSÆLAST ÁRIÐ 2021 - TOPP 15

Skrifa Innlegg