fbpx

Krulluspreyin mín!

Ég Mæli MeðHárLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minni

Það fór eflaust framhjá fáum þegar ég fór í permanent fyrr á árinu – þetta var í þriðja sinn sem ég hef gert þetta og ég held að þetta permanent sé að endast best af þeim öllum. Helst vegna þess að ég er miklu meðvitaðri um að nota réttar vörur í hárið – maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Í lok sumars fannst mér það þó vera byrjað að leka aðeins úr og það minnkaði alltaf meira og meira en ég fékk vörur fyrir stuttu sem hafa í raun fært mér krullurnar aftur og ég dýrka allt við þær og verð því að segja ykkur frá þeim. Vörurnar eru frá merki sem er nú loksins fáanlegt aftur á Íslandi – Tony & Guy.

Hér eru spreyin mín – annað þeirra er þó krullusprey hitt er meira svona mótunarsprey en saman gera þau mig að algjörum krulluhaus og ég elska það!

krullur3

Spreyið sem gerir það að verkum að hárið mitt bara krullast sjálkrafa er Spray Gel for Curls og er úr klassíska flokki varanna. Ég án gríns sé bara hárið mitt lyftast upp og krullurnar myndast. Þær verða aðskildar og flottar og síðan ég fékk mér permanent fyrst (þetta er mitt þriðja) hef ég aldrei fundið vöru sem gerir þetta. Auðvitað virka hinar ýmsu froður og krullukrem alveg vel en þó ekki eins og þetta sprey – endingin sem spreyið gefur krullunum er líka miklu betri en aðrar vörur sem ég hef prófað fyrir krullað hár.

Ég nota spreyið alltaf eftir að ég þvoi á mér hárið – spreyja bara í handklæðaþurrt hár eftir að ég er búin að setja smá eftirá næringu í það, olíu eða hárserum. Svo hristi ég bara hárið til klíp það aðeins upp og leyfi því að þorna. Daginn eftir hárþvott er hárið mitt stundum smá flatt og krullurnar aðeins búnar að missa mótunina sína – svona eftir að ég hef sofið á þeim eða troðið hárinu í snúð. Þá spreyja ég vatni yfir það og svo þessu spreyi og viti menn hárið krullast á ný – það gerði ég hér á myndinni fyrir neðan.

Það eina sem ég gerði hér var að bleyta hárið, setja spreyið í og kípa hárið aðeins upp…

krullur2

Ég er voðalega mikið fyrir það að nenna ekki að blása á mér hárið sem er hneyksli helst fyrir það að eiga einn stórkostlegan hárblásara sem er mest lítið notaður – ég er enn þessi týpa sem fer út í frost með blautt hárið en er alltaf jafn hissa þegar ég fæ svo kvef… Einhver tíman mun ég læra af reynslunni en það er ólíklegt að það gerist á þessu ári.

En hitt spreyið sem er þó ekki beint sérstaklega fyrir krullur sem ég hef líka tekið ástfóstri á sem er á myndinni hér fyrir ofan en það heitir Style Spray Wax og er úr creative flokki varanna. Þetta er mótunarsprey sem ég set í hárið mitt eftir að ég hef greitt í gegnum krullurnar með höndunum og gert það aðeins meira villt – ef svo má að orði komast :) Svo klíp ég krullurnar til, hristi upp í rót hársins til að gefa því lyftingu og það verður svona svakalega fínt!

krullurSvona finnst mér krullurnar mínar fá að njóta sín í botn. Ég hef aldrei náð að halda permanentinu mínu svona flottu svona lengi og þessi tvö sprey færðu mér krullurnar aftur og gera mér það auðveldara fyrir að móta þær eins og ég vil hafa þær. Spreyin halda þeim líka svo vel yfir daginn og svona er hárið mitt frá morgni til kvölds ef ég fer í gegnum þessa rútínu á morgnanna.

Þetta eru ekki einu vörurnar sem ég er búin að vera að prófa frá Tony & Guy – ég byrjaði á því að nota sjampó og næringu fyrir þurrt hár og það eru frábærar hreinsivörur. Ég er alveg að verða búin með þær svo ég þarf að fara að gera mér ferð í Hagkaup til að kaupa meira – sem og af krulluspreyinu ég er gjörsamlega búin að ofnota það – ég spreyja bara meiru og meiru því hárið verður alltaf flottara og flottara og krullaðra og krullaðra!

Tony & Guy vörurnar fást í nú í verslunum Hagkaupa (alla vega Kringlu og Smáralind) og Lyfju Lágmúla og ég býð þær hjartanlega velkomnar aftur til Íslands!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Heimagerður jólapappír

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Ragnheiður S.

  11. November 2014

  AH !
  Vá hvað krullurnar þínar eru fínar !

 2. Björk Baldursdóttir

  11. November 2014

  Hvar ferðu í permanett? Hrikalega flott hárið þitt ! :)

 3. Oddný

  11. November 2014

  Mjög flott, en verða krullurnar ekkert harðar með þessu eða flækjast mikið?

  • Reykjavík Fashion Journal

   11. November 2014

   Jú ef ég nota alltof mikið af spreyjinu en ég er búin að læra af reynslunni – en þær flækjast alls ekki og ég er með mjög flókagjarnt hár ;)