fbpx

Hárdekur hjá Fíu

HárLífið Mitt

Minn uppáhalds hársnillingur, Fía,  er loks komin á nýja stofu og við fögnuðum því með djúpnæringu, höfuðnuddi, klippingu og brúðkaupspælingum.

Ég var lengur en margir að finna mér mína klippikonu en þegar ég prófaði að fara fyrst til Fíu fyrir nokkrum árum síðan var ekki aftur snúið. Dásamlegri skvísu finnið þið varla og hún veit uppá hár hvernig ég vil að mitt hár sé.

photo 1

Ég fékk dásamlegt dekur hjá henni Fíu sem byrjaði á því að setja í mig djúpnæringu sem við vorum búnar að plana að gera eftir permanentið mitt þar sem það getur þurrkað hárið svo. Það er þó mikilvægt að passa að leyfa smá tíma að líða á milli svo hárið verði ekki of þungt.

Á meðan næringin var svo í hárinu þá fékk ég hita á hárið og við ræddum brúðkaupshugmyndir en ég er einmitt löngu búin að bóka hana á minn stóra dag eftir ár.

fía

Við vinkonurnar í speglinum – ég með miklu fínna hár heldur en áður…

fía2Ég elska hvernig permanentið lúkkar þessa dagana það er svo létt og frjálslegt og hárið mitt verður svo líflegt og fínt. Fía létti síðan aðeins á hárinu jafnaði toppinn gamla þannig hann félli inní hárið og lúkkaði eðlilega.

Það er alveg dásamlegt að komast í smá dekur í svona framkvæmdum. Fía er líka einn besti höfuðnuddari landsins og ég náði að slaka vel á í vaskinum hjá henni.

Eftir permanent færsluna mína fékk ég nokkrar fyrirspurnir um hana Fíu þar sem hún hvarf stuttu seinna frá stólnum sínum á Sjoppunni en nú er hægt að bóka hjá henni á nýja staðnum sem er Hárhönnun á Skólavörðustígnum!

EH

Annað dress - Justin & húðin

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Halla

  31. August 2014

  Hvar er Fía með stofu? Langar svo í permanent

  • Reykjavík Fashion Journal

   31. August 2014

   Hún er á Hárhönnun á Skólavörðustígnum:) getur tékkað á henni en hún þarf að meta hárið fyrst því það er alls ekki hægt að setja í allt hár:)