fbpx

Annað dress – Justin & húðin

Annað DressÉg Mæli MeðHúðLífið MittNetverslanirSnyrtivörur

Ég eins og flestir aðrir skemmti mér konunglega á Justin tónleikunum síðustu helgi! Þetta voru í raun fyrstu alvöru tónleikarnir sem ég hef farið á og þeir og Justin stóðust alveg væntingar og rúmlega það.

Við Aðalsteinn mættum snemma þar sem undirrituð var spennt að sjá þá félaga Högna og Daníel Ágúst í GusGus enda alltof langt síðan ég hef farið á tónleika með þeim – langar helst eftir þessa frábæru frammistöðu þeirra að fara á útgáfutónleikana 5. sept. DJ-inn sem tók svo við var frábær en hann tönnslaðist sífellt á því að Justin væri í húsinu og því var hálf pínlegt að við þurftum að bíða í hálftíma eftir JT þegar hann hafði lokið sér af.

Svo kom kóngurinn og ég hélt ég yrði ekki eldri – ekki voru þetta bara fyrstu svona tónleikarnir sem ég hef farið á heldur er Justin fyrsta Hollywood stjarnan sem ég hef séð. Sem er frekar undarlegt þar sem hver stórstjarnan á fætur annarri kíkir í heimsókn til Íslands – ég þarf bara klárlega að fara að hanga meira í Bláa Lóninu.

Tónleikarnir voru stórkostlegir og besta ákvörðunin sem við tókum var þegar við færðum okkur út til hliðar en þar sáum við allt showið miklu betur en inní þvögunni. Þar rakst ég líka á eina af mínum uppáhalds vinkonum og við sungum hástöfum með og dönsuðum þegar okkar uppáhalds lög komu – Sexyback (mitt) og Mirrors (Rutar).

photo 1

Dress kvöldsins var ekki nýtt af nálinni heldur ákvað ég að fara bara í eitthvað létt og þægilegt sem myndi ekki límast við mig í hitanum… :)

justin

Kjóll: Only frá Vero Moda, þessi fíni marmarprint kjóll kom heim með mér af opnun Vero Moda í Kringlunni. Sjúklega þægilegur og ég hef mikið notað hann. Hann er þó held ég alveg örugglega uppseldur en í síðustu viku kom mjög flottur marmaraprint kjóll frá YAS í Vero Moda sem er mögulega enn til.

Jakki: Supia frá VILA, jakkinn sem tryllti lýðinn hér fyrir stuttu. Léttur jakki í klassísku sniði sem ég nota óspart en ég fékk mér líka ljósbrúna litinn.

Sokkabuxur: Shock-Up 60 den frá Oroblu – mínar go to sokkabuxur.

Skór: Bianco, rauðu haustskórnir mínir sem ég sýndi ykkur HÉR.

Fyrir tónleikana fékk húðin mín svo smá dekur – sama dekur og mér finnst líklegt að húð Justins Timberlake og Jessicu Biel fékk þegar þau voru hér á Íslandi.

1544354_741209679270070_5594719263327088357_n

Poki hjónanna innihélt nákvæmlega það sama og minn sem eru lúxusprufur af nokkrum flottustu vörum merkisins…

justin2

The Antidote Cooling Daily Lotion: Elska þetta dásamlega kælikrem sem frískar uppá þreytta húð. Þetta nota ég nánast daglega á hreina húð áður en ég ber á mig raka. Dregur samstundis úr þreytunni í húðinni og frískar uppá hana – þetta er eiginlega betra en tvöfaldur latte á morgnanna!

Oxygen Infusion Night Cream: Dásamlegt næturkrem sem ég er ekki að lofa fyrst af Trendnet bloggurunum. Þetta notaði ég á húðina áður en ég fór uppí rúm eftir tónleikana. Það róar húðina og hjálpar mér og húðinni að slaka vel á yfir nóttina.

Arctic Face Mist: Kælandi sprey sem er frískandi fyrir húðina bæði áður en þið berið á hana rakakrem og bara yfir daginn til að fríska uppá förðunina. Ég sé mest eftir að hafa ekki gripið þetta með mér til að hafa á tónleikunum til að fríska aðeins uppá húðina.

Glacial Face Wash: Dásamlega mjúkur kremhreinsir sem djúphreinsar húðina án þess að stela frá henni raka. Hann hreinsar ótrúlega vel og er þægilegur í notkun. Mér þessi svo flottur því mér finnst ég alls ekki vera að nota svakalega sápu sem þurrkar húðina mína – en samt hreinsar hann svo vel!

Arctic Hydrating Balm: Múkt og þétt rakakrem sem gefur ótrúlega drjúgan raka. Kremið nýtist svo lengi því það er svo drjúgt og gott. Þetta krem er alveg stútfullt af raka og fullkomið fyrir mína þurru og viðkvæmu húð.

Allar þessar vörur eru fullkomnar í húðdekur en undirstaða fallegrar förðunar er að sjálfsögðu falleg, heilbrigð og vel nærð húð.

justin3

Daginn eftir tónleikana notaði ég svo uppáhalds augnkælipúðana mína til að fríska uppá augnsvæðin. Eftir að ég prófaði fyrst að nota þessa á morgnanna þá urði púðarnir uppáhalds þreytubaninn minn. Kælingin í púðunum dregur úr þrota, baugum og leiðinlegum litum. Að lokum skelli ég smá CC kremi yfir húðina og set smá ljómapenna undir augun til að fríska þau enn meira upp!

HÉR getið þið lesið ykkur meira um hvernig þið notið augnpúðana.

Eins og ég hef áður sagt frá þá fást vörurnar frá Skyn Iceland í vefversluninni nola.is. Ég er stanslaust að tönglast á því við alla í kringum mig að prófa þessar flottu húðvörur sem eru að slá í gegn bæði hér á Íslandi og erlendis. Þetta er eitt af mínum uppáhalds húðvörumerkjum og margar vörurnar frá merkinu þykir mér þær bestu í sínum vöruflokkum þar eru meðal annars Arctic Face Mist og The Antidote Cooling Daily Lotion.

p.s. eruð þið ekki örugglega búnar að smella á Like takkann á Facebook síðu nola.is – ég mæli alla vega með því!

Ég, Justin og Jessica notum alla vega Skyn Iceland ;)

EH

Prufurnar sem ég skrifa hér um fékk ég send sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Hafdís Inga um rósaroða

Skrifa Innlegg