fbpx

Að vekja húðina á morgnanna

AuguÉg Mæli MeðHúðLífið MittMakeup Tips

Ég ákvað að vakna eldsnemma í morgun – já eða bara fara framúr þegar vekjaraklukkan hringdi en ekki ýta á snooze. Þetta fallega útsýni blasti við mér útum stofu gluggann en þreytta ég náði ekki alveg að njóta þess fyr en eftir smá kælingu…augnpúðar3

Það er allt búið að vera á yfirsnúningi síðustu daga og næstu dagar framundan eru ekkert skárri. Ég brá því á það ráð að eiga smá kósýkvöld fyrir húðina mína í gærkvöldi með uppáhalds möskunum mínum frá Blue Lagoon (sýni ykkur myndir seinna í dag) og í morgun vaknaði ég og setti smá kælingu undir augun mín.

Ég notaði kælandi gelpúða frá merkinu Skyn Iceland sem hefur nú aðeins verið fáanlegt hér á Íslandi en hvarf í smástund en verður fáanlegt aftur í nýrri snyrtivöruvefverslun nola.is í næstu viku.

Að setja kælingu í kringum augun vekur augnsvæðið, dregur úr þrota og vökvasöfnum í kringum augun og húðin í staðin geislar. Augun lifna við og þetta er eitthvað sem ég þarf að vera duglegri við að gera – að vekja húðina með góðri kælingu á morgnanna. Ég þarf bara að gefa mér tíma í það.

augnpúðar4

Augnpúðana set ég bara undir augun, gelið „límist“ við húðina og situr pikkfast. Eftir um það bil 10 mínútur þá tek ég púðana af og hendi. En þetta er mælt með því að maður geri 2-3 í viku.

augnpúðar2

Augnpúðarnir frá Skyn Iceland eru án parabenefna, ilmefna, mineral olíu og eru 100% cruelty free og ofnæmisprófaðir.

Hér er ég búin að taka púðana undan augunum og orðin ferks og frískleg – nánast betra en góður kaffibolli á morgnanna.

augnpúðar

Ég fékk að prófa nokkrar fleiri vörur frá Skyn Iceland og ég er yfir mig hrifin. Ég fékk t.d. smá prufu af sérstöku rakakremi fyrir stressaða húð – túpan er ekki á myndinni hér fyrir neðan sökum þess að ég er búin með hana… En ég stalst líka til að bera smá af því kremi á rauðan bossann hjá syni mínum þar sem ég fann ekki kremið hans og ég nánast horfði á roðann fara. Einnig ofnota ég augnpennann sem inniheldur ótrúlega mjúkt og þæginlegt aungkrem sem gefur húðinni í kringum augun mikla mýkt og virkilega fallega áferð.

Skyn Iceland er merki sem Sarah Kugelman New York búi gerði. Sarah fékk viðvörun frá lækninum sínum fyrir nokkrum árum sem tilkynnti henni að hún yrði að minnka stressið í kringum sig. Stressið var farið að vera mjög áberandi á húðinni hennar og í kjölfar viðvöruninnar ákvað hún að koma í frí til Íslands og heillaðist af umhverfinu og rólega andrúmsloftinu. Hún heillaðist sérstaklega af vatninu okkar. Skyn Iceland eru vörur sem eru þróaðar með það í huga að koma ró yfir húðina og draga úr stressi. En óhóflegt stress getur valdið því að húðin eldist hraðar, að maður fái bólur á efri árum, húðin verði rauð, þur og húðliturinn verði ójafn.

Skyn Iceland eru sumsé vörur sem hjálpa húðinni að draga úr einkennum stress og leyfa henni að slaka á og njóta þess að eldast og þroskast á jöfnum og eðlilegum hraða.

augnpúðar5

Ég er mjög hrifin af því sem ég hef kynnst af þessum vörum og ég lofa að láta ykkur vita þegar nola.is opnar og kynna fyrir ykkur fleiri vörur sem verða í boði m.a. alls konar skemmtilegir aukahlutir fyrir förðun eins og aunghár, augnhárabox og nalglaökk sem breyta um liti. Þangað til að síðan opnar finnið þið smá brot af því sem verður í boði HÉR.

EH

Lúkk: New CID

Skrifa Innlegg