fbpx

Lúkk: New CID

AuguLúkkmakeupMakeup ArtistNáðu LúkkinuNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Ég skrifaði um það þegar ég fór á smá kynningu hjá breska snyrtivörumerkinu New CID hér á Íslandi fyrir stuttu. Ég fékk nokkrar vörur til að prófa og sýndi ykkur nokkrar í fyrri færslunni en ég ákvað að geyma restina aðeins og prófa betur. Þetta er skemmtilegt merki og stóri kosturinn við það er að í flestum tilfellum fáið þið meira fyrir minna þegar þið kaupið vörur frá merkinu.

Hér fyrir neðan er ég með gel eyeliner en í staðin fyrir að selja bara stakan lit þá eru þrír mismunandi saman í boxi. Á vörunum er ég með varablýant og varalit sem koma saman í pakkningu með fylgir líka gloss sem ég ákvað ekki að nota í þetta skipti. Svo eru fullt af fleiri svona vörum frá merkinu.

Hér sjáið þið lúkk sem ég gerði með vörunum – klukkan var aðeins of margt svo myndirnar voru teknar með flassi því miður, en þið sjáið nú nokkurn vegin hvernig þetta er en hér neðar er svo góð útskýring.

newcid2 newcid3

Ég reyni að leggja áherslu á það að það sem ég geri hér á síðunni er einfalt og auðvelt að apa upp eftir. En hér er ég eiginlega bara með einn lit af augnskugga yfir öllu augnlokinu. Ég setti svargráa eyelinerlínu meðfram augnhárunum með örlitlum spíssi og smudge-aði til. En þar sem eyelinerinn er smudge proof er mikilvægt að hafa hraðar hendur og vinna hann áður en hann þornar. Eyelinerinn fór líka inní vatnslínuna.

Loks rammaði ég varirnar inn með varablýanti og setti svo varalitinn yfir þær – einfalt og fljótlegt!

newcid4

Hér sjáið þið myndir af vörunum sem ég notaði…

newcidlúkk6

Gel eyeliner í dökkum litatónum – en samtals eru til þrjár litasamsetningar. Virkilega fínn eyeliner sem er þæginlegt að vinna með. Formúlan er mjúk og mjög þétt en hún er frekar stöm hún minnir helst á maybelline gel eyelinerinn og er jafnvel aðeins stífari – sem þarf ekki að vera ókostur.

newcidlúkk7

I-Colour í litnum Chocolate Opal. Þessi litur er kaldur brúnn litur með gráum undirtóni. Þetta er kremaður augnskuggi og eiginlega bara eins og frauð. Liturinn er mjög fallegur og mjúkur, litapigmentin eru passlega sterk ekki of veik en það má kannski ekki segja að þau séu sterk en það er dáldið sanseruð áferð á skugganum svo þess vegna er liturinn mýkri.

newcidlúkk8

Hér sjáið þið svo vara trioið sem inniheldur varablýant, varalit og varagloss – liturinn heitir Nude nr. 1420. Hann er frekar ljós en með smá svona kórallit. Hentar mjög vel við dekkri augnförðun. Það er líka gaman að vera með frekar ljósan lit en ekki samt alveg litlausan. Það birtir yfir andlitinu með svona frísklegum tón :)

newcidMig langar sérstakleg að eignast fleiri liti af augnskuggunum þeir eru ótrúlega þæginlegir og einfaldir í notkun – það er nánast bara nóg að nota fingurnar í þá og dreifa úr þeim yfir augnlokið.

Ef ykkur líst vel á þessar vörur þá getið þið séð sölustaðina HÉR.

EH

Augabrúnirnar hennar Brooke Shields

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Sara

    28. March 2014

    Ji minn þú ert svo falleg, bara varð að segja það. Ert með svo falleg augu og þó þú myndir klína sinnepi framan í þig þá yrði það flott. Æðislegt bloggið þitt og þú hefur hjálpað mér mikið með val á snyrtivörum og make up.

  2. Linda Guðmundsdóttir

    28. March 2014

    Hæ hæ

    Það er virkilega gaman að fylgjast með færslunum þínum og er ég búin að læra mikið af þér. Hef ekki mikla reynslu í förðun, hef alltaf málað mig lítið enda ekkert kunnað. Núna er ég aðeins farin að prófa mig áfram með vörum sem þú ert að kynna og skoða myndböndin þín. Ég nota yfirleitt augnblýant en langar mikið að prófa gel eyeliner. Það væri því gaman að fá kennslumyndband af þessari færslu þar sem að þú gerir einfalda augnförðun með gel eyeliner og smudge-aðir, það er eitthvaðs em vefst mikið fyrir mér.
    kveðja
    Linda

    • Já það skal ég gera, ég náði því miður ekki að taka upp neitt myndband í þessari viku sökum tímaleysis en ég ætla í staðin að reyna að gera nokkur næst og vinna mér aðeins í haginn :) Takk fyrir fallegt hrós og takk fyrir lesturinn***