fbpx

Skemmtileg förðunarvörukynning

Ég Mæli MeðMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég fékk boð á förðunarkynningu í gærkvöldi hjá merki sem er tiltölulega nýlegt hér á Íslandi, New CID. Tilefni kynningarinnar var koma breska förðunarfræðingsins Hayley De Beers.

Svo  ég segi ykkur nú aðeins frá merkinu þá er þetta breskt merki sem er t.d. fáanlegt í Hagkaup Smáralind (Tax Free dagar voru að hefjast í dag!). Hayley byrjaði á smá förðunarsýnikennslu þar sem hún fræddi okkur um vörurnar og gaf nokkur tips um hvernig væri hægt að nota þær. Hún sýndi okkur ótrúlega fallega og fljótlega 20’s innblásna förðun sem hefur verið mjög vinsæl undanfarið í kjölfar myndarinnar The Great Gatsby.

Merkið leggur áherslu á að bjóða uppá góðar vörur og það er ekki að eltast við að vera með trendliti. Þau vilja frekar bjóða uppá flotta liti sem allar konur geta notað og vilja frekar þá geta tryggt það að konur geti alltaf keypt litina sína aftur og aftur en ekki að það sé þannig að það komi bara one shot vörur sem seljast upp og koma ekki aftur. Annar kosturinn við vörurnar er sá að það er ekki lögð áhersla á að spara í framleiðslu vörurnar með því að láta framleiða þær allar á sama stað. Púðurfarðinn er t.d. bakaður í ofni í Ítalíu í verksmiðju sem sérhæfir sig í því að gera púður. Svo er þriðji kosturinn sem eru pakkningarnar en New CID var fyrsta merkið til að bjóða uppá vasaljós sem fylgja með nokkrum vörunum þeirra eins og glossunum, varalitunum og naglalökkunum. Algjör snilld að vera með svoleiðis í veskinu svo það sé auðvelt að laga sig til þegar líður á daginn, ég tala nú ekki um ef þið eruð t.d. úti að skemmta ykkur þar sem lýsingin er ekki alltaf uppá sitt besta á skemmtistöðum borgarinnar. Mér finnst ljósin í naglalökkunum líka mjög sniðug pæling, ég veit ekki með ykkur en ég naglalakka mig langoftast fyrir framan sjónvarpið á kvöldin og þá vill maður stundum vera með kósýtime og kannski ekki mikla lýsingu í stofunni þá er gott að eiga naglalakk með vasaljósi.

Hér eru nokkrar myndir frá kynningunni…

newcidHayley byrjaði á því að setja skygginu á andiltið með hyljurum til að móta það undir farðanum – eins og ég sýndi ykkur HÉR. Hún notaði líka ljósan og dökkan hyljara til að móta andlitið, blandaði litunum svo saman með mjög þéttum bursta og setti svo léttan farða yfir andlitið. Svona gera ótrúlega margir förðunarfræðingar við stjörnurnar á rauða dreglinum fyrir verðlaunaafhendingar. Þegar skyggingin er svona undir húðinni verður hún mun náttúrulegri. Þetta er líka sniðugt fyrir ykkur sem eruð með þurra húð og getið ekki notað of mikið af sólarpúðri. Þá kaupið þið ykkur bara næst dökkan hyljara í stað sólarpúðurs – gætuð jafnvel sparað smá penging :)
newcid2 newcid3 newcid4Það er fullt af girnilegum vörum frá CID. Ég potaði í flestallar og leist vel á. Ég spurði aðeins Hayley útí það hverjar hennar uppáhalds vörur væru og hún nefndi tvær. Það eru varablýantarnir, þeir eru fjórir talsins og allir skrúfblýantar. Hugsunin með litunum er að hver kona velji lit sem passar lit sinna vara en ekki velja lit útfrá varablýantinum sem er skemmtileg hugsun og það er klárlega hægt að spara smá pening með að hugsa þannig en ekki kaupa alltaf nýjan og nýjan varablýant útfrá varalitnum. Hin varan sem hún nefndi var tvöfaldur eyelinerpenni, öðrum megin er eyelinertúss og hinum megin er kohl blýantur sem er líka skrúfblýantur. Hugsunin er að það sé hægt að nota báðar tegundir saman eða sitthvora eftir því lúkki sem þið viljið ná.

Eins og þið lesið þá er mikil áhersla lögð á að þetta séu vörur sem er hægt að nota á einfaldan hátt og marga mismunandi vegu.

newcid5Ég var leist út með smá goodie poka sem mér finnst aldrei leiðinlegt og það er líka gaman að fá að prófa sjálfur þær vörur sem var verið að kynna fyrir manni.newcid6Hér á myndinni sjáið þið:

  • glæran gloss með vasaljósi
  • Varalit með vasaljósi
  • Varablýant
  • Eye Opener, tvöfaldur blýantur með ljósum kohl blýanti öðrum megin og hyljara hinum megin
  • þrefaldan gel eyeliner (til þremur mismunandi litasamsetningum)
  • Mousse augnskugga
  • Þrefalda varavöru – varablýantur, varalitur og varagloss.

newcid7Ljóminn í kringum glossburstann er vasaljósið en það kviknar að sjálfu sér í glossinum en það þarf að kveikja á því í varalitnum og naglalakkinu. Á hlið varalitarins og varaglossins er líka spegill!

Ég kolféll fyrir varalitnum sem Hayley notaði á fyrirsætuna og tók hann og varablýantinn líka með mér heim. Hér fyrir neðan sjáið þið hvernig það kom út og ég nýtti mér líka eitt trix sem Hayley kenndi okkur með Eye Opener pennanum.
newcid8Hyljarinn sem er í öðrum enda Eye Opener pennans er borinn á með svampi og hún Hayley kenndi okkur að setja hann í kringum varirnar til að ramma varalitinn vel út og taka litinn sem getur smitast út frá vörunum í burtu. Svo kemur þetta líka í veg fyrir að liturinn smitist yfir daginn. Varaliturinn heitir Very Cherry og verður mikið notaður sjáið hvað liturinn er flauelsmjúkur og fallegur!newcid9Virkilega spenntar vörur sem ég hlakka til að prófa betur og sýna ykkur. Þess má geta að Hayley er stödd í Hagkaup Smáralind milli 16 og 20 í dag til að kynna vörurnar fyrir íslenskum konum. Ég hvet ykkur til að fara þangað ef ykkur líst vel á þetta skemmtilega merki – sérstaklega þar sem Tax Free dagarnir í Hagkaupum voru að hefjast í dag!!!

Ef þið komist ekki í Hagkaup Smáralind þá finnið þið aðra sölustaði merkisins HÉR.

Ég þarf klárlega að kíkja aðeins í Hagkaup um helgina það eru nokkrar snyrtivörur á óskalistanum mínum ;)

EH

Á hverju ári...

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Stella

    6. February 2014

    Fæst þetta eingöngu í Hagkaup Smáralind, veistu það??
    Takk fyrir frábæra pistla :)